Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar 10. október 2025 13:30 Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Kópavogsmódelið markaði tímamót og leikskólastjórum fannst loksins vera hlustað á þá. Leikskólakennarar geta margt og eru vanir að hlaupa hratt oft á tíðum, en hve lengi geturðu klætt þig í hlaupaskóna án þess að hrasa og meiða þig. Einhverstaðar þarf að stíga niður og skoða aðra lausn. Til þess að leikskólar geti sinnt hlutverki sínu sem menntastofnun og veitt gæðamenntun og þjónustu þá gengur dæmið ekki upp ef kennarar eru með 36 stunda vinnuviku en börnin 40 stunda viðveru og stundum jafnvel lengri. Lausnin liggur ekki í að bæta við stöðum kennara því þeir vaxa svo sannarlega ekki á trjánum. Hlutfall leikskólakennara á er 26% af starfsfólki leikskóla á landsvísu. Þrátt fyrir að í lögum um menntun og stjórnun leikskóla frá árinu 2008 standi að 2/3 starfsfólks eigi að vera kennaramenntuð. Árið 2008 var fyrir 17 árum. Óánægjuraddir hafa hljómað undanfarið sem hafa talað um að það sé byrjað á öfugum enda með Kópavogsmódelinu og öðrum svipuðum leiðum hjá nágrannasveitarfélögum og að ekki séu allir með 36 stunda vinnuviku og því aukist álag á barnafjölskyldur. Ég tel að lausnin á álaginu á barnafjölskyldur sé ekki að finna innan veggja leikskólanna heldur utan þeirra. Því ég og aðrir leikskólastjórar í Kópavogi sjáum gríðarlegan mun á börnunum í leikskólanum eftir að Kópavogsmódelið var innleitt. Dvalartími hefur dregist saman frá þvi að vera 8.1 klst að meðaltali í um 7, 3 klst á dag. Við finnum að börnin er rólegri, minna þreytt og veikindi hafa minnkað. Þeir foreldrar sem ég hef talað við hafa flestir litið á þetta jákvæðum augum og margir hverjir að nýta sér gjaldfrjálsa 6 tíma. Aðrir hafa minnkað vistunartímann. Þeir sem þurfa á lengri vistun að halda græða líka. Dagarnir í leikskólanum byrja rólega og enda rólega. Þar með fá þau börn sem eru með 8 – 9 klst vistun á dag gæðaþjónustu í rólegra umhverfi og eru í nánari samskiptum við kennara sína. Þannig græða allir á Kópavogsmódelinu. Ég vil því kasta boltanum til samfélagsins í heild að leysa vanda barnafjölskyldna. Kannski er lausnin frekar fólgin í því að innleiða 36 stunda vinnuviku fyrir foreldra og forráðamenn á öllum vinnustöðum landsins og lengja fæðingarorlof svo að Ísland geti orðið barnvænt land. Því sama þó einhverjir vilji meina að við höfum byrjað á öfugum enda þá er skrefið stigið og nú þarf að taka næstu skref. Fyrir hönd leikskólastjóra í Kópavogi vil ég segja að nú ætlum við að halda áfram að byggja upp gott leikskólastarf í Kópavogi og barnvænt samfélag. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun