Veður

Vindur fer smá saman minnkandi

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til tíu stig.
Hiti á landinu verður á bilinu fimm til tíu stig. Vísir/Vilhelf

Vindur fer nú smám saman minnkandi á landinu og eftir hádegi verður víða gola eða kaldi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það megi búast við súld og rigningu sunnanlands, smáskúrum fyrir norðan. Það ætti að hanga þurrt á Austurlandi.

Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig.

„Á morgun (laugardag) er útlit fyrir sunnanátt með vætusömu og þungbúnu veðri, en dregur úr vætunni á sunnudag. Eins og venja er í þessari vindátt ætti að vera léttara yfir og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og þar verður jafnframt hlýjast um helgina eða kringum 15 stig þegar best lætur.

Fyrripart næstu viku virðist hann eiga að vera suðlægur áfram með mildu veðri, en rignir af og til sunnan- og vestanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðaustan og sunnan 5-10 m/s með súld eða rigningu, en þurrt fram eftir degi um landið norðaustanvert. Bætir í vind um kvöldið. Hlýnandi, hiti 5 til 12 stig síðdegis.

Á sunnudag: Suðvestan 3-10, skýjað og víða dálítil væta um tíma, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og væta með köflum, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri.

Á miðvikudag: Vestanátt með smáskúrum, en þurrt á Austfjörðum og Suðausturlandi. Heldur kólnandi.

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Hiti 3 til 8 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×