Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2025 10:31 Liverpool hefur passað vel upp á það að halda álaginu niðri hjá Alexander Isak sem missti auðvitað af öllu undirbúningstímabilinu. EPA/ADAM VAUGHAN E Alexander Isak hefur ekki enn náð að spila heilan leik á þessu tímabili en sænski landsliðsframherjinn segist vera klár. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur farið varlega með Svíann enda missti Isak af öllu undirbúningstímabilinu. Menn hafa séð Isak vera tekinn á hlaupaæfingu úti á velli eftir leik hjá Liverpool. Nú segist Alexander Isak vera mun betur undirbúinn fyrir mikilvæga leiki Svíþjóðar í undankeppni HM. „Ég er klár í 90 mínútur ef þess þarf,“ sagði Alexander Isak við sænska ríkisútvarpið. Í landsliðsverkefninu í september kom hinn 26 ára gamli Alexander Isak aðeins inn á síðustu átján mínúturnar í 0–2 tapinu gegn Kosóvó. Framherjinn hafði ekki spilað leik síðan í maí þar sem hann fór í verkfall til að komast burt frá Newcastle áður en Liverpool keypti hann fyrir 21 milljarð króna á lokadegi félagaskiptagluggans. Frá tapinu í Pristina hefur Isak spilað sex leiki fyrir Liverpool. Fjórum sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu og Isak hefur hingað til skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu. Isak hefur mest spilað í 84 mínútur í einum leik. „Við tökum einn leik í einu. Á morgun er ég klár í að spila 90 mínútur ef þess þarf,“ sagði Isak. Svíþjóð mætir Sviss í kvöld í undankeppni HM. Sænska landsliðið er með eitt stig eftir tvær umferðir á meðan Svisslendingar eru með sex stig af sex mögulegum eftir sigra gegn Slóveníu og Kosóvó. Jon Dahl Tomasson, þjálfari sænska landsliðsins, staðfesti á blaðamannafundinum að Alexander Isak og markvörðurinn Viktor Johansson muni byrja leikinn gegn Sviss. „Það er augljóst að það er pressa og miklar væntingar,“ sagði Isak. HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur farið varlega með Svíann enda missti Isak af öllu undirbúningstímabilinu. Menn hafa séð Isak vera tekinn á hlaupaæfingu úti á velli eftir leik hjá Liverpool. Nú segist Alexander Isak vera mun betur undirbúinn fyrir mikilvæga leiki Svíþjóðar í undankeppni HM. „Ég er klár í 90 mínútur ef þess þarf,“ sagði Alexander Isak við sænska ríkisútvarpið. Í landsliðsverkefninu í september kom hinn 26 ára gamli Alexander Isak aðeins inn á síðustu átján mínúturnar í 0–2 tapinu gegn Kosóvó. Framherjinn hafði ekki spilað leik síðan í maí þar sem hann fór í verkfall til að komast burt frá Newcastle áður en Liverpool keypti hann fyrir 21 milljarð króna á lokadegi félagaskiptagluggans. Frá tapinu í Pristina hefur Isak spilað sex leiki fyrir Liverpool. Fjórum sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu og Isak hefur hingað til skorað eitt mark og gefið eina stoðsendingu. Isak hefur mest spilað í 84 mínútur í einum leik. „Við tökum einn leik í einu. Á morgun er ég klár í að spila 90 mínútur ef þess þarf,“ sagði Isak. Svíþjóð mætir Sviss í kvöld í undankeppni HM. Sænska landsliðið er með eitt stig eftir tvær umferðir á meðan Svisslendingar eru með sex stig af sex mögulegum eftir sigra gegn Slóveníu og Kosóvó. Jon Dahl Tomasson, þjálfari sænska landsliðsins, staðfesti á blaðamannafundinum að Alexander Isak og markvörðurinn Viktor Johansson muni byrja leikinn gegn Sviss. „Það er augljóst að það er pressa og miklar væntingar,“ sagði Isak.
HM 2026 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira