Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar 10. október 2025 09:01 Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Framhaldsskólar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skilaboðin og hugmyndafræðin í frumvarpinu eru skýr þar sem námsárangur er ekki það sem trompar endilega annað við inntöku í framhaldsskólana. Í frumvarpinu segir ,,…skýr afstaða tekin til þess að heimilt sé að líta til annarra sjónarmiða en námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla.“ Gangi þessar breytingar eftir geta þær haft veruleg áhrif á inntöku nemenda í framhaldsskólana þar sem huglægt mat og illbreytanlegir þættir í fari framhaldsskólanema munu vigta meira en námsárangur við innritun. Skoðum hvernig þessar breytingar gætu virkað í raun. Dæmi 1. Í greinargerð frumvarpsins stendur ,,Árangur í óformlegu námi, félagsstarfi og íþróttum“ séu þættir sem geti trompað t.d. námsárangur. Allir þessir þættir eru matskenndir, stundaðir fyrir utan skólann og kosta oft mikla peninga. Hér er brotið á jafnræði nemenda og þeim sem eru sterkir fjárhagslega gert hærra undir höfði. Það geta ekki allir foreldrar keypt námskeið, æfingar og annað sem styrkir ofangreinda þætti og þá um leið möguleika þeirra til að velja sér skóla. Dæmi 2. Í greinargerðinni stendur einnig að ,,…fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur“ séu þættir sem trompað geti t.d. námsárangur. Þetta eru þættir sem eru illbreytanlegir og gefa því þeim sem þá bera, forskot. En er þetta ekki bara sanngjarnt og gefur fleirum tækifæri til að komast að í hinum og þessum skólum? Stutta svarið er nei ! Þeir nemendur sem komast inn í framhaldsskóla á öðrum forsendum en námsárangri ,,taka“ pláss af öðrum nemendum sem hafa lagt sig fram, náð árangri og keppt á eins miklum jafnræðisgrundvelli og kostur er í grunnskólanum. Hvers eiga þeir nemendur að gjalda? Vinsæll framhaldsskóli setur ákveðin viðmið um að drengir séu ákveðið hlutfall af nemendahópnum. Það hefur þær afleiðingar að drengir vita að þeir þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram og stúlkur til að komast inn í skólann. Þar veitir breytan karlkyn forskot og veldur þeim hughrifum að drengir í skólanum búi ekki yfir sömu verðleikum og stúlkur. Enda hefur undirritaður margoft heyrt í og talað við drengi í 10. bekk sem ,,gleðjast“ yfir því að þurfa ekki að leggja sig jafn mikið fram í námi og bekkjarsystur þeirra. Þetta er viðhorfið sem frumvarpið boðar. Það sama á við þegar huglægir og illbreytanlegir þættir veita nemendum forskot við inntöku í stað þess að nota hlutlæga þætti eins og námsárangur. Hætta er á því að nemendur með annan t.d. menningarbakgrunn njóti ekki sannmælis í framhaldsskólunum vegna þess að mögulega hafi hann fengið forskot við innritun vegna þátta sem þeir hafa ekki beint unnið fyrir, menningarbakgrunn sinn. Þetta er hugmyndafræði sem dregur úr árangri og metnaði og kemur illa við nemendur, bæði þá sem ekki myndu njóta forskots og þeirra sem nytu þess. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar