Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar 9. október 2025 12:02 Við setningu á danska þinginu í vikunni tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í ræðu sinni að hún hygðist hækka aldurstakmarkið fyrir notkun á samfélagsmiðlum upp í 15 ára, þó með möguleika fyrir foreldra að veita börnum sérstakt leyfi til að nota samfélagsmiðla frá 13 ára aldri. Áður hafa borist fréttir frá Ástralíu um 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Hvar stöndum við á Íslandi í þessari umræðu? Aldurstakmark á vinsælum samfélagsmiðlum í dag eins og t.d. TikTok, Snapchat, Instagram og Facebook er 13 ára. Þrátt fyrir að í App Store séu þeir stundum merktir vitlaust 12 ára, þá er það 13 ára í skilmálum og það gildir. Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Með vitundarvarkningu og fræðslu hefur okkur tekist að lækka hlutfall barna inni á samfélagsmiðlum sem þau hafa ekki aldur og þroska til að nota töluvert. Þó er enn hátt hlutfall barna undir aldursviðmiðinu sem notar þessa miðla. Á sama tíma hefur hlutfall 14-16 ára inni á TikTok og Snapchat ekki lækkað. Í þessari grein skulum við líta á þrjá þætti sem nauðsynlegt er að horfa til við ákvörðun á aldursmati samfélagsmiðla. Vernd persónuupplýsinga Aðgengi að skaðlegu efni Áreitni 1. Vernd persónuupplýsinga Aldurstakmarkið (13 ára) í dag byggir á persónuverndarlögum. Það eru einu lögin sem við höfum í dag sem eru nógu sterk til að setja þrýsting á samfélagsmiðlafyrirtækin til þess að setja aldursmerkingu á sína vöru. Með því eru þau að vernda eigin hagsmuni til þess að brjóta ekki persónuverndarlög. Ef við ljúgum til um aldur og byrjum að nota þeirra miðla fyrir þann aldur þá gerum við það á eigin ábyrgð. Sem betur fer höfum við persónuverndarlög til þess að draga þessa línu því það er óljóst hvar fyrirtækin myndu annars draga þessa línu, ef þau myndu yfir höfuð setja aldursmerkingu á sínar vörur. Persónuvernd getur verið flókin, skilmálar langir og óljósir og því hættan að við samþykkjum leikreglur á netinu í miklu meðvitundarleysi. Persónuvernd er ætlað að vernda réttindi einstaklinga. Fræðsla um vernd persónuupplýsinga og stafrænt fótspor er nauðsynleg til allra, á öllum aldri, sem nota nettengd snjalltæki. 2. Aðgengi að skaðlegu efni Næst er það þáttur sem ekki er tekið tillit til við aldursmat samfélagsmiðla (það er eingöngu persónuverndin). Aldursviðmið útfrá skaðsemiefnis finnum við í bíómyndum, þáttum og tölvuleikjum. Á Íslandi notum við hollenska Kijkwijzer kerfið sem byggir á ýmsum rannsóknum og horfir til þess hvort efni geti haft áhrif á hegðun og þar með skaðlegt ákveðnum aldurshópi. Kerfið skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Hér er varan (myndin, þátturinn eða leikurinn) merkt með tilliti til innihalds. Inni á sumum samfélagsmiðlum með 13 ára aldurstakmarki get ég nálgast efni sem fengi 14, 16 eða 18 ára aldursmerkingu ef um bíómynd, þátt eða tölvuleik væri að ræða. Þetta á þó ekki við um alla miðla. Ein aldursmerking fyrir aðgang að samfélagsmiðlum er auðvitað ekki nóg en umræðan í dag beinist einungis að henni því við höfum ekki góða leið til þess að yfirfara það gríðarlega magn efnis sem streymir inn á samfélagsmiðla á degi hverjum. Einhverja línu þarf að draga útfrá því efni sem getur mætt mér þegar að ég fer inn á samfélagsmiðla. Sumt sem ég leita að,sumt sem algóritminn færir mér, auk auglýsinga sem birtast mér inn á milli erí sumum tilfellum ólöglegtefni og ekki við hæfi barna. Hvaða skaðlega efni er þetta? Nei þetta er ekki bara eitthvað blót og smá blóð. Nokkur dæmi úr rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. 62% stúlkna í 8.-10. bekk hafa séð leiðir til að grenna sig verulega (t.d. með lystarstoli eða búlimíu). Unglingsstúlkur eru mun líklegri en strákar til að hafa séð auglýsingar um megrunarvörur, andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur) og útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkun, rassastækkun eða nefaðgerðir) en strákar. Unglingsdrengir eru mun líklegri til að hafa fengið auglýsingar um fjárhættuspil og eytt peningum í slíkt. 32% drengja og 42% stúlkna í 8.-10. bekk hafa séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum á netinu. 31% stúlkna og 24% drengja hafa séð ógnvekjandi myndir/myndbönd þar sem verið er að meiða manneskjur eða dýr. Þriðjungur nemenda í 8.-10. bekk hefur séð umræður eða umfjöllun um leiðir til að skaða sig líkamlega. 17% drengja og 11% stúlkna hafa séð efni sem innihélt sölu á ólöglegum vímuefnum. 3. Áreitni Ofan á þetta allt bætist síðan við áreitni sem er nauðsynlegt að horfa til. Ég get setið og horft á bíómynd sem er með 16 ára aldursviðmið í sjónvarpinu en þar er engin að áreita mig á meðan. Á sama tíma er ég í símanum inni á samfélagsmiðli þar sem ég er með sömu tegund af myndefni auk þess sem ég fæ send kynferðisleg skilaboð frá einstaklingum sem ég annaðhvort þekki eða ekki. Stundum frá einhverjum sem ég þekki sem notar til þess falskan aðgangsreikning. 24% stúlkna 14-16 ára og 16%drengja sögðust hafa fengið senda nektarmynd. 29% stúlkna 14-16 ára og 12% drengja sögðust í sömu rannsókn hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd. 24% barna í 6.-10. bekk eru með eðahafa verið með falskan reikning á samfélagsmiðlum. 12% á aldrinum 14-16 ára segjast samþykkja allar vinabeiðnir á samfélagsmiðlum. Þriðjungur nemenda með aðgang á samfélagsmiðlum í 4.-7. bekk segir foreldra sína aldrei fylgjast með aðganginum sínum, hvaða vinum þau bæti við, skilaboðum sem þau fái eða hvaða efni þau skoði. Af hverju að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Í samtali um aldurstakmörk verður alltaf rætt um hvernig eigi að framfylgja viðurlögum við „brotum“ í þeim tilfellum þar sem börn undir aldursviðmiðinu nota samfélagsmiðla. Í mínum huga þá væri það ekki aðal takmarkið.Ef við horfum raunsætt á myndina þá værum við með þessu skrefi að: Taka stöðu með foreldrum – Þegar að línan er dregin við 13 ára eru foreldrar settir í ósanngjarna stöðu við að sinna sínu hlutverki við að tryggja vernd barna sinna á netinu. Í núverandi stöðu missum við flest tökin á samtali um reglur og ramma yfir samfélagsmiðlanotkun þegar að barn hefur náð 13 ára aldri því þá verður þrýstingurinn frá samfélaginu óbærilegur. Þetta er ekki slagur foreldra við börnin sín heldur samfélagslegt verkefni um vernd barna. Með þessu myndum við valdefla foreldra gagnvart samfélagsmiðlafyrirtækjum til að taka ákvarðanir byggðar á innihaldi efnis. Sinna hlutverki okkar um vernd barna gegn skaðlegu efni – Í stað þess að viðurkenna aldurstakmark sem fyrirtækin sjálf setja á vörur sem þau framleiða til þess að vernda sína eigin hagsmuni skulum við snúa myndinni við og hugsa hvaða aldurstakmark er viðeigandi að setja á þessa vöru sem börnin okkar eru neytendur af til þess að tryggja vernd þeirra. Í núverandi ástandi erum við að bregðst skyldum okkar um vernd barna á netinu. Samkvæmt Barnasáttmálanum sem gildir sem lög á Íslandi er einstaklingur barn til 18 ára aldurs. Börn eiga rétt á að vera vernduð gegn skaðlegu efni. Setja þrýsting á samfélagsmiðlafyrirtækin að tryggja betur öryggi á sínum miðlum – Án notenda sinna eru samfélagsmiðlarnir lítils virði. Við getum haft áhrif og sett þrýsting á fyrirtækin sem græða stórar fjárhæðir á því að grípa, stela og halda athygli okkar, um að gera betur í að bjóða okkur upp á öruggari vöru. Núverandi aldurstakmark (13 ára), táningsaðgangar (Teen accounts) á Instagram og fleiri atriði eru dæmi um svör samfélagsmiðlafyrirtækja við þrýstingi frá samfélaginu. Höldum áfram að taka skrefin í átt að því að tryggja eins og við best getum vernd barna á samfélagmiðlum. Þegar að við horfum á stöðuna út frá vernd persónuupplýsinga, aðgengis að skaðlegu efni og áreitni í garð barna hvaða aldursviðmið á samfélagsmiðlum finnst okkur eðlilegt að setja hér á landi? Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Börn og netmiðlar 2021 og 2023 - Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Netöryggi Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Við setningu á danska þinginu í vikunni tilkynnti Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í ræðu sinni að hún hygðist hækka aldurstakmarkið fyrir notkun á samfélagsmiðlum upp í 15 ára, þó með möguleika fyrir foreldra að veita börnum sérstakt leyfi til að nota samfélagsmiðla frá 13 ára aldri. Áður hafa borist fréttir frá Ástralíu um 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum. Hvar stöndum við á Íslandi í þessari umræðu? Aldurstakmark á vinsælum samfélagsmiðlum í dag eins og t.d. TikTok, Snapchat, Instagram og Facebook er 13 ára. Þrátt fyrir að í App Store séu þeir stundum merktir vitlaust 12 ára, þá er það 13 ára í skilmálum og það gildir. Árið 2021 voru 60% barna á aldrinum 9-12 ára með aðgang að TikTok og Snapchat. Tveimur árum síðar hafði það hlutfall lækkað niður í 36% á TikTok og 42% á Snapchat. Með vitundarvarkningu og fræðslu hefur okkur tekist að lækka hlutfall barna inni á samfélagsmiðlum sem þau hafa ekki aldur og þroska til að nota töluvert. Þó er enn hátt hlutfall barna undir aldursviðmiðinu sem notar þessa miðla. Á sama tíma hefur hlutfall 14-16 ára inni á TikTok og Snapchat ekki lækkað. Í þessari grein skulum við líta á þrjá þætti sem nauðsynlegt er að horfa til við ákvörðun á aldursmati samfélagsmiðla. Vernd persónuupplýsinga Aðgengi að skaðlegu efni Áreitni 1. Vernd persónuupplýsinga Aldurstakmarkið (13 ára) í dag byggir á persónuverndarlögum. Það eru einu lögin sem við höfum í dag sem eru nógu sterk til að setja þrýsting á samfélagsmiðlafyrirtækin til þess að setja aldursmerkingu á sína vöru. Með því eru þau að vernda eigin hagsmuni til þess að brjóta ekki persónuverndarlög. Ef við ljúgum til um aldur og byrjum að nota þeirra miðla fyrir þann aldur þá gerum við það á eigin ábyrgð. Sem betur fer höfum við persónuverndarlög til þess að draga þessa línu því það er óljóst hvar fyrirtækin myndu annars draga þessa línu, ef þau myndu yfir höfuð setja aldursmerkingu á sínar vörur. Persónuvernd getur verið flókin, skilmálar langir og óljósir og því hættan að við samþykkjum leikreglur á netinu í miklu meðvitundarleysi. Persónuvernd er ætlað að vernda réttindi einstaklinga. Fræðsla um vernd persónuupplýsinga og stafrænt fótspor er nauðsynleg til allra, á öllum aldri, sem nota nettengd snjalltæki. 2. Aðgengi að skaðlegu efni Næst er það þáttur sem ekki er tekið tillit til við aldursmat samfélagsmiðla (það er eingöngu persónuverndin). Aldursviðmið útfrá skaðsemiefnis finnum við í bíómyndum, þáttum og tölvuleikjum. Á Íslandi notum við hollenska Kijkwijzer kerfið sem byggir á ýmsum rannsóknum og horfir til þess hvort efni geti haft áhrif á hegðun og þar með skaðlegt ákveðnum aldurshópi. Kerfið skiptist í sjö aldursflokka (leyfð öllum, 6 ára, 9 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára) og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Hér er varan (myndin, þátturinn eða leikurinn) merkt með tilliti til innihalds. Inni á sumum samfélagsmiðlum með 13 ára aldurstakmarki get ég nálgast efni sem fengi 14, 16 eða 18 ára aldursmerkingu ef um bíómynd, þátt eða tölvuleik væri að ræða. Þetta á þó ekki við um alla miðla. Ein aldursmerking fyrir aðgang að samfélagsmiðlum er auðvitað ekki nóg en umræðan í dag beinist einungis að henni því við höfum ekki góða leið til þess að yfirfara það gríðarlega magn efnis sem streymir inn á samfélagsmiðla á degi hverjum. Einhverja línu þarf að draga útfrá því efni sem getur mætt mér þegar að ég fer inn á samfélagsmiðla. Sumt sem ég leita að,sumt sem algóritminn færir mér, auk auglýsinga sem birtast mér inn á milli erí sumum tilfellum ólöglegtefni og ekki við hæfi barna. Hvaða skaðlega efni er þetta? Nei þetta er ekki bara eitthvað blót og smá blóð. Nokkur dæmi úr rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. 62% stúlkna í 8.-10. bekk hafa séð leiðir til að grenna sig verulega (t.d. með lystarstoli eða búlimíu). Unglingsstúlkur eru mun líklegri en strákar til að hafa séð auglýsingar um megrunarvörur, andlitsmeðferðir (t.d. bótox, fylliefni og nálastungur) og útlitsaðgerðir (t.d. brjóstastækkun, rassastækkun eða nefaðgerðir) en strákar. Unglingsdrengir eru mun líklegri til að hafa fengið auglýsingar um fjárhættuspil og eytt peningum í slíkt. 32% drengja og 42% stúlkna í 8.-10. bekk hafa séð hatursskilaboð sem beinast gegn einstaklingum eða hópum á netinu. 31% stúlkna og 24% drengja hafa séð ógnvekjandi myndir/myndbönd þar sem verið er að meiða manneskjur eða dýr. Þriðjungur nemenda í 8.-10. bekk hefur séð umræður eða umfjöllun um leiðir til að skaða sig líkamlega. 17% drengja og 11% stúlkna hafa séð efni sem innihélt sölu á ólöglegum vímuefnum. 3. Áreitni Ofan á þetta allt bætist síðan við áreitni sem er nauðsynlegt að horfa til. Ég get setið og horft á bíómynd sem er með 16 ára aldursviðmið í sjónvarpinu en þar er engin að áreita mig á meðan. Á sama tíma er ég í símanum inni á samfélagsmiðli þar sem ég er með sömu tegund af myndefni auk þess sem ég fæ send kynferðisleg skilaboð frá einstaklingum sem ég annaðhvort þekki eða ekki. Stundum frá einhverjum sem ég þekki sem notar til þess falskan aðgangsreikning. 24% stúlkna 14-16 ára og 16%drengja sögðust hafa fengið senda nektarmynd. 29% stúlkna 14-16 ára og 12% drengja sögðust í sömu rannsókn hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd. 24% barna í 6.-10. bekk eru með eðahafa verið með falskan reikning á samfélagsmiðlum. 12% á aldrinum 14-16 ára segjast samþykkja allar vinabeiðnir á samfélagsmiðlum. Þriðjungur nemenda með aðgang á samfélagsmiðlum í 4.-7. bekk segir foreldra sína aldrei fylgjast með aðganginum sínum, hvaða vinum þau bæti við, skilaboðum sem þau fái eða hvaða efni þau skoði. Af hverju að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Í samtali um aldurstakmörk verður alltaf rætt um hvernig eigi að framfylgja viðurlögum við „brotum“ í þeim tilfellum þar sem börn undir aldursviðmiðinu nota samfélagsmiðla. Í mínum huga þá væri það ekki aðal takmarkið.Ef við horfum raunsætt á myndina þá værum við með þessu skrefi að: Taka stöðu með foreldrum – Þegar að línan er dregin við 13 ára eru foreldrar settir í ósanngjarna stöðu við að sinna sínu hlutverki við að tryggja vernd barna sinna á netinu. Í núverandi stöðu missum við flest tökin á samtali um reglur og ramma yfir samfélagsmiðlanotkun þegar að barn hefur náð 13 ára aldri því þá verður þrýstingurinn frá samfélaginu óbærilegur. Þetta er ekki slagur foreldra við börnin sín heldur samfélagslegt verkefni um vernd barna. Með þessu myndum við valdefla foreldra gagnvart samfélagsmiðlafyrirtækjum til að taka ákvarðanir byggðar á innihaldi efnis. Sinna hlutverki okkar um vernd barna gegn skaðlegu efni – Í stað þess að viðurkenna aldurstakmark sem fyrirtækin sjálf setja á vörur sem þau framleiða til þess að vernda sína eigin hagsmuni skulum við snúa myndinni við og hugsa hvaða aldurstakmark er viðeigandi að setja á þessa vöru sem börnin okkar eru neytendur af til þess að tryggja vernd þeirra. Í núverandi ástandi erum við að bregðst skyldum okkar um vernd barna á netinu. Samkvæmt Barnasáttmálanum sem gildir sem lög á Íslandi er einstaklingur barn til 18 ára aldurs. Börn eiga rétt á að vera vernduð gegn skaðlegu efni. Setja þrýsting á samfélagsmiðlafyrirtækin að tryggja betur öryggi á sínum miðlum – Án notenda sinna eru samfélagsmiðlarnir lítils virði. Við getum haft áhrif og sett þrýsting á fyrirtækin sem græða stórar fjárhæðir á því að grípa, stela og halda athygli okkar, um að gera betur í að bjóða okkur upp á öruggari vöru. Núverandi aldurstakmark (13 ára), táningsaðgangar (Teen accounts) á Instagram og fleiri atriði eru dæmi um svör samfélagsmiðlafyrirtækja við þrýstingi frá samfélaginu. Höldum áfram að taka skrefin í átt að því að tryggja eins og við best getum vernd barna á samfélagmiðlum. Þegar að við horfum á stöðuna út frá vernd persónuupplýsinga, aðgengis að skaðlegu efni og áreitni í garð barna hvaða aldursviðmið á samfélagsmiðlum finnst okkur eðlilegt að setja hér á landi? Höfundur er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Börn og netmiðlar 2021 og 2023 - Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar