Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar 9. október 2025 07:30 Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! Tillagan er sögð miða að „varkárni og ábyrgð“ í slíkri sölu. En í raun felur hún í sér grundvallarbreytingu á því hvernig íþróttahreyfingin skilgreinir sjálfa sig, hvort hún standi áfram með lýðheilsu og forvörnum eða beygi sig undir sérhagsmuni áfengisiðnaðarins og taki þátt í þeirri ömurlegu vegferð hans og einlægri óskhyggju um að normalisera áfengi og áfengisneyslu, alltaf, alls staðar. Það er einfaldlega ekki hægt að sætta sig við þessa tillögu. Áfengi, íþrótta- og æskulýðsstarf á enga samleið. Áfengisiðnaðurinn getur aldrei verið hluti af forvarnarstarfi. Tillagan er röng í öllum grundvallaratriðum, siðferðilega og samfélagslega. Forvarnar- og lýðheilsuhlutverk UMFÍ er í húfi UMFÍ hefur alla tíð verið mikilvægur burðarás í lýðheilsu, forvörnum og uppeldisstarfi á Íslandi. Hreyfingin hefur sem einstök fyrirmynd kennt kynslóð eftir kynslóð að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, ábyrgð, samvinnu og sjálfsaga. Þessi arfleifð er dýrmæt og hún tapast ef íþróttahreyfingin fer að samþykkja áfengissölu sem hluta af sinni starfsemi. Það þarf engan sérfræðing til þess að gera sér grein fyrir því að áfengi er einn stærsti einstaki heilsuvandi Íslendinga. Það veldur slysum, ofbeldi, andlegum veikindum og fjölskylduslitum. Það bitnar á börnum og ungmennum sem alast upp í skugga neyslu annarra. Að tengja áfengi umhverfi íþrótta, vettvangs barna og ungmenna — sem á að vera skjól og fyrirmynd — er því ekki „varkárni“. Það er afturför. Tvískinnungur sem grefur undan trúverðugleika Það er mikill tvískinnungur fólginn í því að segjast standa fyrir forvörnum og heilbrigðu uppeldi en um leið opna dyrnar fyrir áfengissölu á viðburðum íþróttafélaga.Þegar fulltrúar UMFÍ ræða um „ábyrgð“ og „viðeigandi umgjörð“ á sölu áfengis, þá er það í raun fagurgali sem réttlætir það að brjóta gegn eigin grunngildum.Við vitum að börn og ungmenni líta til íþróttahreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Fyrirmyndirnar eru ekki bara á vellinum, þær eru líka í stúkunni eða á áhorfendabekkjunum. Börn og ungmenni sem upplifa og sjá áfengi tengt íþróttaviðburðum fá skýr skilaboð: áfengi og íþróttir eiga samleið. Það er ekki sú framtíð sem við viljum skapa. Áfengisiðnaðurinn leitar nýrra leiða – ekki verða „vinur“ hans Áfengisframleiðendur og -dreifingaraðilar um allan heim hafa leitað í íþróttir varðandi markaðssetningu. Það er engin tilviljun. Þeir vita að íþróttir tengjast jákvæðri ímynd, heilbrigði og samstöðu – og vilja nýta þá ímynd til að selja meira áfengi – afla nýrra viðskiptavina „barna og ungmenna“.Ef UMFÍ velur þessa leið, þá er það ekki aðeins á skjön við eigin gildi heldur verður hreyfingin samstarfsaðili í markaðssókn áfengisiðnaðarins gagnvart ungu fólki. Slíkt er algerlega siðferðilega óverjandi og samfélagslega skaðlegt. Ábyrgðin liggur hjá þingfulltrúum Þingfulltrúar UMFÍ standa nú frammi fyrir mikilvægu vali. Þeir þurfa að ákveða hvort þeir standi með börnum og ungmennum lýðheilsu, forvörnum og uppbyggilegu félags- og íþróttastarfi eða standi með þeirri hugsun að áfengi sé „eðlilegur“ hluti af íþróttastarfinu og því skuli veita áfengisiðnaðinum aðgengi að félagfólki sínu sem eru að stærstum hluta börn og ungmenni. Þeir sem samþykkja þessa tillögu munu bera ábyrgð á því að grafa undan trúverðugleika forvarnarstarfs og lýðheilsuhugsjónar UMFÍ. Þeir munu líka leggja sitt af mörkum til þess að veikja stoðir hins margrómaða og sannreynda íslenska módels í forvörnum, sem er mörgum samfélögum og þjóðum fyrirmynd í forvörnum. Þeir sem hafna henni munu hins vegar verja þann siðferðilega grundvöll og markmið sem Ungmennafélagshreyfingin hefur byggt á í meira en öld. Standa með réttindum barna og ungmenna til þess að vera laus við áreiti áfengisiðnaðarins og skapa áframhaldandi jákvæðar og uppbyggilegar forsendur í mikilvægu uppeldis- og íþróttastarfi. Áfengi og íþróttir eiga enga samleið. Það er því einfaldlega skylda UMFÍ að standa vörð um börnin, ungmennin, velferð þeirra og möguleika til farsældar en ekki að opna dyrnar fyrir iðnaði sem hefur það eina markmið að selja áfengi, hvers afleiðingar eru þekktar. Ég mæli örugglega fyrir hönd okkar allra sem vinnum að velferð barna og ungmenna þegar ég hvet alla þingfulltrúa UMFÍ eindregið til að hafna þessari tillögu um áfengissölu á íþróttaviðburðum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Á sambandsþingi UMFÍ um helgina verður lögð fram tillaga um að gefa út leiðbeinandi tilmæli vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á vegum UMFÍ! Tillagan er sögð miða að „varkárni og ábyrgð“ í slíkri sölu. En í raun felur hún í sér grundvallarbreytingu á því hvernig íþróttahreyfingin skilgreinir sjálfa sig, hvort hún standi áfram með lýðheilsu og forvörnum eða beygi sig undir sérhagsmuni áfengisiðnaðarins og taki þátt í þeirri ömurlegu vegferð hans og einlægri óskhyggju um að normalisera áfengi og áfengisneyslu, alltaf, alls staðar. Það er einfaldlega ekki hægt að sætta sig við þessa tillögu. Áfengi, íþrótta- og æskulýðsstarf á enga samleið. Áfengisiðnaðurinn getur aldrei verið hluti af forvarnarstarfi. Tillagan er röng í öllum grundvallaratriðum, siðferðilega og samfélagslega. Forvarnar- og lýðheilsuhlutverk UMFÍ er í húfi UMFÍ hefur alla tíð verið mikilvægur burðarás í lýðheilsu, forvörnum og uppeldisstarfi á Íslandi. Hreyfingin hefur sem einstök fyrirmynd kennt kynslóð eftir kynslóð að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, ábyrgð, samvinnu og sjálfsaga. Þessi arfleifð er dýrmæt og hún tapast ef íþróttahreyfingin fer að samþykkja áfengissölu sem hluta af sinni starfsemi. Það þarf engan sérfræðing til þess að gera sér grein fyrir því að áfengi er einn stærsti einstaki heilsuvandi Íslendinga. Það veldur slysum, ofbeldi, andlegum veikindum og fjölskylduslitum. Það bitnar á börnum og ungmennum sem alast upp í skugga neyslu annarra. Að tengja áfengi umhverfi íþrótta, vettvangs barna og ungmenna — sem á að vera skjól og fyrirmynd — er því ekki „varkárni“. Það er afturför. Tvískinnungur sem grefur undan trúverðugleika Það er mikill tvískinnungur fólginn í því að segjast standa fyrir forvörnum og heilbrigðu uppeldi en um leið opna dyrnar fyrir áfengissölu á viðburðum íþróttafélaga.Þegar fulltrúar UMFÍ ræða um „ábyrgð“ og „viðeigandi umgjörð“ á sölu áfengis, þá er það í raun fagurgali sem réttlætir það að brjóta gegn eigin grunngildum.Við vitum að börn og ungmenni líta til íþróttahreyfingarinnar sem fyrirmyndar. Fyrirmyndirnar eru ekki bara á vellinum, þær eru líka í stúkunni eða á áhorfendabekkjunum. Börn og ungmenni sem upplifa og sjá áfengi tengt íþróttaviðburðum fá skýr skilaboð: áfengi og íþróttir eiga samleið. Það er ekki sú framtíð sem við viljum skapa. Áfengisiðnaðurinn leitar nýrra leiða – ekki verða „vinur“ hans Áfengisframleiðendur og -dreifingaraðilar um allan heim hafa leitað í íþróttir varðandi markaðssetningu. Það er engin tilviljun. Þeir vita að íþróttir tengjast jákvæðri ímynd, heilbrigði og samstöðu – og vilja nýta þá ímynd til að selja meira áfengi – afla nýrra viðskiptavina „barna og ungmenna“.Ef UMFÍ velur þessa leið, þá er það ekki aðeins á skjön við eigin gildi heldur verður hreyfingin samstarfsaðili í markaðssókn áfengisiðnaðarins gagnvart ungu fólki. Slíkt er algerlega siðferðilega óverjandi og samfélagslega skaðlegt. Ábyrgðin liggur hjá þingfulltrúum Þingfulltrúar UMFÍ standa nú frammi fyrir mikilvægu vali. Þeir þurfa að ákveða hvort þeir standi með börnum og ungmennum lýðheilsu, forvörnum og uppbyggilegu félags- og íþróttastarfi eða standi með þeirri hugsun að áfengi sé „eðlilegur“ hluti af íþróttastarfinu og því skuli veita áfengisiðnaðinum aðgengi að félagfólki sínu sem eru að stærstum hluta börn og ungmenni. Þeir sem samþykkja þessa tillögu munu bera ábyrgð á því að grafa undan trúverðugleika forvarnarstarfs og lýðheilsuhugsjónar UMFÍ. Þeir munu líka leggja sitt af mörkum til þess að veikja stoðir hins margrómaða og sannreynda íslenska módels í forvörnum, sem er mörgum samfélögum og þjóðum fyrirmynd í forvörnum. Þeir sem hafna henni munu hins vegar verja þann siðferðilega grundvöll og markmið sem Ungmennafélagshreyfingin hefur byggt á í meira en öld. Standa með réttindum barna og ungmenna til þess að vera laus við áreiti áfengisiðnaðarins og skapa áframhaldandi jákvæðar og uppbyggilegar forsendur í mikilvægu uppeldis- og íþróttastarfi. Áfengi og íþróttir eiga enga samleið. Það er því einfaldlega skylda UMFÍ að standa vörð um börnin, ungmennin, velferð þeirra og möguleika til farsældar en ekki að opna dyrnar fyrir iðnaði sem hefur það eina markmið að selja áfengi, hvers afleiðingar eru þekktar. Ég mæli örugglega fyrir hönd okkar allra sem vinnum að velferð barna og ungmenna þegar ég hvet alla þingfulltrúa UMFÍ eindregið til að hafna þessari tillögu um áfengissölu á íþróttaviðburðum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar