Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Atli Ísleifsson skrifar 8. október 2025 06:15 Halla Tómasdóttir forseti og Alexander Stubb Finnlandsforseti. Karl Vilhjálmsson Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hófu tveggja daga ríkisheimsókn til Finnlands í gær. Dagskráin var þétt þar sem forsetinn átti meðal annars fund með Finnlandsforseta, forsætisráðherra Finnlands og forseta þingsins. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að gestgjafar forsetahjónanna séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb. „Markmið heimsóknarinnar er að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands, meðal annars á sviði viðskipta, varnarmála og orkumála. Á fyrri degi ríkisheimsóknarinnar átti forseti Íslands fundi með forseta Finnlands, Jussi Halla-aho forseta Eduskunta – finnska þjóðþingsins, og Petteri Orpi forsætisráðherra Finnlands. Einnig ræddu varnarmálaráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Íslands saman og skrifuð undir yfirlýsingu um nánara varnarsamstarf landanna tveggja. Dagskrá ríkisheimsóknarinnar hófst kl. 10.00 með formlegri móttökuathöfn framan við forsetahöllina í Helsinki. Lúðrasveit lék þjóðsöngva beggja landa og í kjölfarið voru opinberar sendinefndir kynntar fyrir forsetum og mökum þeirra. Því næst var gengið inn í höllina en þar skráðu forseti Íslands og maki nöfn sín í gestabók, auk þess sem veittar voru orður og skipst á gjöfum.“ Áttu klukkustundarlangan fund Eftir móttökuathöfnina áttu Halla Tómasdóttir og Alexander Stubb klukkustundarlangan fund í forsetahöllinni. „Fyrst ræddu þau einslega saman en síðan ásamt opinberum sendinefndum beggja landa. Meðal þess sem bar á góma voru tvíhliða samskipti Finnlands og Íslands sem eiga sér langa og farsæla sögu en einnig samvinna þjóðanna á vettvangi Norðurlandaráðs. Málefni NATO og Norðurslóða voru rædd, sem og stuðningur beggja landa við Úkraínu. Einnig var fjallað um víðtæka samvinnu landanna á sviði menntunar og viðskipta, og líðan ungs fólks í löndunum tveimur. Í kjölfar fundarins skrifuðu varnarmálaráðherra Finnlands, Antti Hakkanen, og utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, undir tvíhliða samstarfsyfirlýsingu um varnarsamstarf en þau höfðu áður fundað um sameiginlega hagsmuni og áherslur landanna í utanríkismálum. Jafnframt var haldinn blaðamannafundur þar sem forsetarnir sögðu fyrst nokkur orð og svöruðu síðan spurningum blaðamanna,“ segir í tilkynningunni. Héldu á Ólympíuvöllinn Meðan þessu fór fram heimsóttu Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb, ásamt Ásthildi Jónsdóttur sendiherrafrú, veitingastaðinn Nolla í Helsinki og þaðan héldu þau á Ólympíuleikvanginn og Tahto-íþróttasafnið. Forsetahjón beggja landa þáðu síðan hádegisverð í ráðhúsi Helsinki í boði borgarstjórans, Daniels Sazonov. „Eftir hádegið heimsótti forseti Íslands og opinber sendinefnd finnska þjóðþingið. Forseti þingsins, Jussi Halla-aho, tók á móti hópnum. Gengið var um þinghúsið og heilsað upp á þingmenn en síðan var fundað með fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þinginu. Rætt var um samvinnu þjóðþinga beggja landa, stöðu mála í Finnlandi og á Íslandi og samskipti Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Einnig komu málefni ungs fólks til tals og þau áhrif sem falsfréttir og áróður geta haft á lýðræðisþróun. Á meðan heimsóttu Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb, ásamt Ásthildi Jónsdóttur sendiherrafrú, fyrirtækið Solar Foods sem framleiðir matvæli með aðferðum líftækni. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Alexander Stubb og Suzanne Innes-Stubb.Kári Vilhjálmsson Dagskrá eftirmiðdagsins lauk á fundi Höllu Tómasdóttur og Petteri Orpo forsætisráðherra í embættisbústað þess síðarnefnda, Kesäranta. Þau ræddu fyrst einslega saman en síðan ásamt fulltrúum úr sendinefndum beggja landa. Fjallað var m.a. um stöðu alþjóðamála á breiðum grundvelli í ljósi aukinnar spennu í alþjóðasamskiptum, minni tiltrú á alþjóðakerfið og skorti á virðingu fyrir alþjóðalögum. Dagskrá þessa fyrri dags ríkisheimsóknar forseta Íslands og maka til Finnlands lauk með glæsilegum kvöldverði í forsetahöllinni í boði forseta Finnlands og eiginkonu hans, Suzanne Innes-Stubb. Undir borðum fluttu forsetarnir ræður. Bæði fjölluðu þau um löng og góð samskipti landanna og nefndu margt sem sameinaði Íslendinga og Finna, þar á meðal virðing fyrir lýðræðislegum hefðum og metnaður í jafnréttismálu,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Utanríkismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að gestgjafar forsetahjónanna séu forseti Finnlands, Alexander Stubb, og eiginkona hans, Suzanne Innes-Stubb. „Markmið heimsóknarinnar er að styrkja hin góðu tengsl Íslands og Finnlands, meðal annars á sviði viðskipta, varnarmála og orkumála. Á fyrri degi ríkisheimsóknarinnar átti forseti Íslands fundi með forseta Finnlands, Jussi Halla-aho forseta Eduskunta – finnska þjóðþingsins, og Petteri Orpi forsætisráðherra Finnlands. Einnig ræddu varnarmálaráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Íslands saman og skrifuð undir yfirlýsingu um nánara varnarsamstarf landanna tveggja. Dagskrá ríkisheimsóknarinnar hófst kl. 10.00 með formlegri móttökuathöfn framan við forsetahöllina í Helsinki. Lúðrasveit lék þjóðsöngva beggja landa og í kjölfarið voru opinberar sendinefndir kynntar fyrir forsetum og mökum þeirra. Því næst var gengið inn í höllina en þar skráðu forseti Íslands og maki nöfn sín í gestabók, auk þess sem veittar voru orður og skipst á gjöfum.“ Áttu klukkustundarlangan fund Eftir móttökuathöfnina áttu Halla Tómasdóttir og Alexander Stubb klukkustundarlangan fund í forsetahöllinni. „Fyrst ræddu þau einslega saman en síðan ásamt opinberum sendinefndum beggja landa. Meðal þess sem bar á góma voru tvíhliða samskipti Finnlands og Íslands sem eiga sér langa og farsæla sögu en einnig samvinna þjóðanna á vettvangi Norðurlandaráðs. Málefni NATO og Norðurslóða voru rædd, sem og stuðningur beggja landa við Úkraínu. Einnig var fjallað um víðtæka samvinnu landanna á sviði menntunar og viðskipta, og líðan ungs fólks í löndunum tveimur. Í kjölfar fundarins skrifuðu varnarmálaráðherra Finnlands, Antti Hakkanen, og utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, undir tvíhliða samstarfsyfirlýsingu um varnarsamstarf en þau höfðu áður fundað um sameiginlega hagsmuni og áherslur landanna í utanríkismálum. Jafnframt var haldinn blaðamannafundur þar sem forsetarnir sögðu fyrst nokkur orð og svöruðu síðan spurningum blaðamanna,“ segir í tilkynningunni. Héldu á Ólympíuvöllinn Meðan þessu fór fram heimsóttu Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb, ásamt Ásthildi Jónsdóttur sendiherrafrú, veitingastaðinn Nolla í Helsinki og þaðan héldu þau á Ólympíuleikvanginn og Tahto-íþróttasafnið. Forsetahjón beggja landa þáðu síðan hádegisverð í ráðhúsi Helsinki í boði borgarstjórans, Daniels Sazonov. „Eftir hádegið heimsótti forseti Íslands og opinber sendinefnd finnska þjóðþingið. Forseti þingsins, Jussi Halla-aho, tók á móti hópnum. Gengið var um þinghúsið og heilsað upp á þingmenn en síðan var fundað með fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þinginu. Rætt var um samvinnu þjóðþinga beggja landa, stöðu mála í Finnlandi og á Íslandi og samskipti Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Einnig komu málefni ungs fólks til tals og þau áhrif sem falsfréttir og áróður geta haft á lýðræðisþróun. Á meðan heimsóttu Björn Skúlason og Suzanne Innes-Stubb, ásamt Ásthildi Jónsdóttur sendiherrafrú, fyrirtækið Solar Foods sem framleiðir matvæli með aðferðum líftækni. Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir, Alexander Stubb og Suzanne Innes-Stubb.Kári Vilhjálmsson Dagskrá eftirmiðdagsins lauk á fundi Höllu Tómasdóttur og Petteri Orpo forsætisráðherra í embættisbústað þess síðarnefnda, Kesäranta. Þau ræddu fyrst einslega saman en síðan ásamt fulltrúum úr sendinefndum beggja landa. Fjallað var m.a. um stöðu alþjóðamála á breiðum grundvelli í ljósi aukinnar spennu í alþjóðasamskiptum, minni tiltrú á alþjóðakerfið og skorti á virðingu fyrir alþjóðalögum. Dagskrá þessa fyrri dags ríkisheimsóknar forseta Íslands og maka til Finnlands lauk með glæsilegum kvöldverði í forsetahöllinni í boði forseta Finnlands og eiginkonu hans, Suzanne Innes-Stubb. Undir borðum fluttu forsetarnir ræður. Bæði fjölluðu þau um löng og góð samskipti landanna og nefndu margt sem sameinaði Íslendinga og Finna, þar á meðal virðing fyrir lýðræðislegum hefðum og metnaður í jafnréttismálu,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Finnland Utanríkismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira