Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. október 2025 12:22 Slysið varð á Snæfellsnesvegi á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. Vísir/Sara Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega. Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir. Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“ Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynningu klukkan 17:18 í gær um að rúta hefði farið útaf vegi við Seljafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi. Hópslysaáætlun var virkjuð en áætlað er að á þriðja tug viðbragðsaðila hafi tekið þátt í aðgerðum. Rútan var á leið í átt að Stykkishólmi frá Grundarfirði en um borð voru 42 erlendir ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi. Áttu myndir af vettvangi? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sjá einnig: Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi „Þegar svona fjöldi er þá opnar fjöldahjálparstöð og samhæfingarstöðin er virkjuð í Reykjavík útaf því að hópslysaáætlun var virkjuð á neyðarstigi. En síðan kom í ljós að slys voru minni en haldið var og í raun má segja að tíu hafi verið fluttir á sjúkrastofnun en ekki alvarlega slasaðir. Þyrla kom og flutti tvo af þeim,“ segir Ásmundur. Vantaði einn farþega Fjöldahjálparstöð var opnuð í fjölbrautarskólanum í Grundarfirði en að sögn Ásmundar þurfti að dvelja þarna næturlangt. „Okkar bjargir þarna á Snæfellsnesi réðu vel við þetta,“ segir Ásmundur, en þyrla Landhelgisgæslunnar kom einnig til aðstoðar. „En svo lendum við í því reyndar, og hefur nú gerst áður hérna hjá okkur, að það var einn farþegi farinn af vettvangi. Hafði í raun bara fengið far með einhverjum vegfarendum. Þá lendum við í því að við erum að finna út úr því hvar allir eru, ef við erum bara með 42 þá vantar okkur einn.“ Mjóir vegir, mjúkir kantar og brattar hlíðar Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa. „Ljóst er að hann fer þarna út af veginum, og ætli það sé ekki svona fjögurra til fimm metra hæðarmismunur. Þannig að rútan fer útaf og endar svo með því að leggjast á hliðina. En hún fer á hjólunum niður af veginum en leggst svo á hliðina,“ segir Ásmundur. „Við hvetjum fólk til að fara varlega á Snæfellsnesi sérstaklega. Það er búin að vera mikil umræða um vegina, að þeir séu ekki nógu góðir. Ef að vegir eru þröngir og ef að vegkantar eru mjúkir að þá er hætta á ferð ef að ökumenn eru að fara of utarlega í kantana, þó að ég sé ekki að segja að það hafi gerst í þessu tilviki. En alla veganna fer rútan þarna útaf og það er töluverður bratti þarna þar sem hún fer,“ útskýrir Ásmundur. „Það er mikið af ferðamönnum og mikið af stöðum sem fólk vill koma og skoða en auðvitað er mikið af þessu fólki erlendir ferðamenn sem við kannski náum ekki alltaf til.“
Grundarfjörður Stykkishólmur Lögreglumál Vegagerð Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Sjá meira