Innlent

Riða stað­fest á Kirkjuhóli

Árni Sæberg skrifar
Þessar kindur tengjast fréttinni ekki með beinum hætti og eru eflaust lausar við riðu.
Þessar kindur tengjast fréttinni ekki með beinum hætti og eru eflaust lausar við riðu. Vísir/Vilhelm

Hefðbundin riðuveiki í sauðfé hefur verið staðfest á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði. Grunur um riðuveiki vaknaði í síðustu viku hjá eigendum fjárins vegna dæmigerðra einkenna í einni þriggja vetra á og þeir höfðu umsvifalaust samband við Matvælastofnun.

Í tilkynningu þess efnis á vef Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin úr henni og sett hafi verið á flutningsbann vegna rökstudds gruns um riðuveiki. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum hafi nú staðfest hefðbundna riðu í sýnunum.

Faraldsfræðileg rannsókn sé í gangi og stofnunin hafi sent tilmæli til ráðherra að fyrirskipa niðurskurð á hluta fjárins. Niðurskurður sé skipulagður samkvæmt landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu og gildandi reglugerðar þar um. Nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi eða mögulega verndandi arfgerð gegn riðu, sem hafi áhrif á ákvörðunartöku um umfang niðurskurðar.

Matvælastofnun beinir því til sauðfjárbænda að tilkynna tafarlaust til stofnunarinnar ef grunur um riðuveiki vaknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×