Áhersla á hæglæti á Sequences Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 10:02 Daría Sól er sýningarstjóri og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Vísir/Anton Brink Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól. Myndlist Reykjavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira