Innlent

Farið yfir fram­boð hjá Miðflokknum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er og verður formaður Miðflokksins en ekki er útséð með það hver verður varaformaður.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er og verður formaður Miðflokksins en ekki er útséð með það hver verður varaformaður. Vísir/Anton Brink

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Í reglum flokksins er kveðið á um að framboðsfrestur sé til klukkan 12:00 árdegis sjö dögum fyrir upphaf landsþings en við sérstakar aðstæður er stjórn flokksins heimilt að stytta framboðsfrest niður í fimm daga. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Braga Sveinssyni starfsmanni flokksins var sú heimild ekki nýtt og rann framboðsfrestur því út á laugardag.

Þá segir hann að nú sé verið að fara yfir innkomin framboð. Á þessari stundu verði því ekki gefið upp hverjir hafi boðið sig fram til embættanna þriggja.

Varaformannsslagur framundan

Líkt og fram hefur komið er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá flokknum. Þrír þingmenn hafa lýst yfir framboði til embættisins, þau Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson.

Ekki er búist við öðru en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði endurkjörinn formaður en flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020, en nú verður embættið endurvakið.

Fyrr í mánuðinum var ákvörðun um nýjan þingflokksformann frestað. Sagði Sigmundur Davíð það vera sökum kjördæmaviku. Ákvörðun yrði tekin þegar menn geti hists.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×