Enski boltinn

„Þarf að halda í við Mbappé og Kane“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skorar og skorar.
Skorar og skorar. EPA/SEBASTIEN NOGIER

Norska markamaskínan Erling Haaland skoraði sitt tólfta mark á leiktíðinni þegar Manchester City lagði Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist þurfa að halda í við Harry Kane, framherja Bayern München, og Kylian Mbappé, framherja Real Madríd.

„Frábær sigur og virkilega mikilvægt fyrir landsleikjahléið, ég er virkilega ánægður,“ sagði framherjinn að leik loknum.

„Fannst við spila virkilega vel í síðari hálfleik. Tijani [Reijnders] fékk færi til að koma okkur í 2-0 en það gekk ekki eftir. Þetta er enska úrvalsdeildin, allir leikir bjóða upp á ólíka bardaga, Brentford gerði vel. Löng innköst og hvernig þeir spila, en okkur tókst að halda markinu hreinu á ný með Gigi [Donnarumma].“

„Eftir að mistakast að vinna í miðri viku þá reynir maður að hlaða batteríin og gera sig kláran í næsta leik. Það er það sem maður þarf að gera svo á endanum erum við allir ánægður. Nú einbeitum við okkur að landsleikjaglugganum.“

Að endingu var Haaland spurður út í baráttuna við Harry Kane um gullskóinn.

„Ekki gleyma Kylian [Mbappé], hann hefur einnig byrjað frábærlega. Þeir eru að spila virkilega vel svo ég þarf að halda í við þá.

Til þessa hefur Kane skorað 18 mörk í 10 leikjum á meðan Mbappé hefur skorað 14 í 10 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×