Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar