Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tveir af virtustu efnahagssérfræðingum Evrópu, Mario Draghi og Enrico Letta, hafa nýlega vakið athygli á djúpstæðri efnahagslegri hnignun Evrópusambandsins. Skýrslur þeirra draga upp dökka mynd af stöðu mála og undirstrika þá staðreynd að sambandið hefur verið að dragast aftur úr öðrum stórum hagkerfum heimsins, einkum Bandaríkjunum. Þessi hnignun virðist vera kerfisbundin, og ef ekkert róttækt er að gert, gæti það grafið undan tilvistargrundvelli sambandsins. Dæmi um stöðnunina Eitt af augljósustu merkjum þessarar stöðnunar er hægur hagvöxtur. Samkvæmt nýlegum gögnum hefur hagvöxtur Bandaríkjanna verið margfalt hraðari en Evrópusambandsins. Á milli áranna 1993 og 2022 jókst landsframleiðsla á mann í Bandaríkjunum um 60%, en innan Evrópusambandsins var vöxturinn aðeins 30%. Þetta bilið hefur haldið áfram að breikka, sem sýnir að staðan er að versna. Þetta hefur mikil áhrif á almenning. Jafnvel þótt Evrópubúar leggi meira til hliðar en Bandaríkjamenn, er fjárhagsleg staða þeirra veikari. Frá 2009 hefur fjárhagsleg staða evrópskra heimila aðeins styrkst um þriðjung af því sem gerst hefur í Bandaríkjunum. Þessi staðreynd segir sína sögu um hversu miklu veikara hagkerfi Evrópusambandsins er. Hvað liggur að baki? Skýrslurnar kenna að miklu leyti íþyngjandi regluverki og skorti á nýsköpun um. Það er erfitt fyrir evrópsk sprotafyrirtæki að ná flugi, og mörg þeirra leita frekar fjármagns utan sambandsins. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar á samkeppnishæfni, framleiðni og getu Evrópu til að skapa ný störf. Draghi bendir á að ef Evrópa getur ekki aukið framleiðni, mun hún neyðast til að velja á milli þess að ná metnaðarfullum loftslags- og tæknimarkmiðum og þess að viðhalda velferðarkerfum sínum. En leiðtogar Evrópusambandsins virðast ekki svara þessum vanda með róttækum lausnum. Þrátt fyrir viðvaranir Draghi og Letta, hefur engum grundvallarbreytingum verið komið á. Þess í stað er oft gripið til sömu gömlu lausnanna: aukin samruni og miðstýring. Draghi hefur nýlega talað fyrir því að Evrópa þurfi að verða að sambandsríki til að takast á við vandann. Áhrif á Ísland Með hliðsjón af þessari dökku mynd er mikilvægt að Íslendingar horfi gagnrýnum augum á mögulega aðild að Evrópusambandinu. Þótt sumir hafi bent á lága stýrivexti á evrusvæðinu sem rök fyrir aðild, sýna skýrslur Draghi og Letta að þessir lágu vextir eru ekki merki um heilbrigt hagkerfi, heldur einmitt um viðvarandi efnahagslega stöðnun. Að lokum, djúp og viðvarandi efnahagsleg hnignun Evrópusambandsins er miklu alvarlegra mál en lágt stýrivaxtastig. Það er mikilvægt að greina vandamálin til þess að finna réttar lausnir, og það er ljóst að þær liggja ekki í auknum samruna án þess að tekið sé á grundvallarvandamálum í hagkerfi sambandsins. Þessi greining ætti að verða Íslendingum mikilvægt umhugsunarefni þegar framtíðarsambönd eru skoðuð. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Tveir af virtustu efnahagssérfræðingum Evrópu, Mario Draghi og Enrico Letta, hafa nýlega vakið athygli á djúpstæðri efnahagslegri hnignun Evrópusambandsins. Skýrslur þeirra draga upp dökka mynd af stöðu mála og undirstrika þá staðreynd að sambandið hefur verið að dragast aftur úr öðrum stórum hagkerfum heimsins, einkum Bandaríkjunum. Þessi hnignun virðist vera kerfisbundin, og ef ekkert róttækt er að gert, gæti það grafið undan tilvistargrundvelli sambandsins. Dæmi um stöðnunina Eitt af augljósustu merkjum þessarar stöðnunar er hægur hagvöxtur. Samkvæmt nýlegum gögnum hefur hagvöxtur Bandaríkjanna verið margfalt hraðari en Evrópusambandsins. Á milli áranna 1993 og 2022 jókst landsframleiðsla á mann í Bandaríkjunum um 60%, en innan Evrópusambandsins var vöxturinn aðeins 30%. Þetta bilið hefur haldið áfram að breikka, sem sýnir að staðan er að versna. Þetta hefur mikil áhrif á almenning. Jafnvel þótt Evrópubúar leggi meira til hliðar en Bandaríkjamenn, er fjárhagsleg staða þeirra veikari. Frá 2009 hefur fjárhagsleg staða evrópskra heimila aðeins styrkst um þriðjung af því sem gerst hefur í Bandaríkjunum. Þessi staðreynd segir sína sögu um hversu miklu veikara hagkerfi Evrópusambandsins er. Hvað liggur að baki? Skýrslurnar kenna að miklu leyti íþyngjandi regluverki og skorti á nýsköpun um. Það er erfitt fyrir evrópsk sprotafyrirtæki að ná flugi, og mörg þeirra leita frekar fjármagns utan sambandsins. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar á samkeppnishæfni, framleiðni og getu Evrópu til að skapa ný störf. Draghi bendir á að ef Evrópa getur ekki aukið framleiðni, mun hún neyðast til að velja á milli þess að ná metnaðarfullum loftslags- og tæknimarkmiðum og þess að viðhalda velferðarkerfum sínum. En leiðtogar Evrópusambandsins virðast ekki svara þessum vanda með róttækum lausnum. Þrátt fyrir viðvaranir Draghi og Letta, hefur engum grundvallarbreytingum verið komið á. Þess í stað er oft gripið til sömu gömlu lausnanna: aukin samruni og miðstýring. Draghi hefur nýlega talað fyrir því að Evrópa þurfi að verða að sambandsríki til að takast á við vandann. Áhrif á Ísland Með hliðsjón af þessari dökku mynd er mikilvægt að Íslendingar horfi gagnrýnum augum á mögulega aðild að Evrópusambandinu. Þótt sumir hafi bent á lága stýrivexti á evrusvæðinu sem rök fyrir aðild, sýna skýrslur Draghi og Letta að þessir lágu vextir eru ekki merki um heilbrigt hagkerfi, heldur einmitt um viðvarandi efnahagslega stöðnun. Að lokum, djúp og viðvarandi efnahagsleg hnignun Evrópusambandsins er miklu alvarlegra mál en lágt stýrivaxtastig. Það er mikilvægt að greina vandamálin til þess að finna réttar lausnir, og það er ljóst að þær liggja ekki í auknum samruna án þess að tekið sé á grundvallarvandamálum í hagkerfi sambandsins. Þessi greining ætti að verða Íslendingum mikilvægt umhugsunarefni þegar framtíðarsambönd eru skoðuð. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar