Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir og Magnús Þór Jónsson skrifa 5. október 2025 08:00 Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Magnús Þór Jónsson Jónína Hauksdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag, fimmti október, er helgaður kennurum um allan heim. Markmiðið er að vekja athygli á kennarastarfinu og öllu því faglega, góða starfi sem unnið er í skólum árið um kring. Kennarar helga líf sitt því að mennta börnin okkar, efla gagnrýna hugsun þeirra og hvetja þau áfram. Kennararnir okkar ásamt foreldrum og forsjáraðilum móta þannig framtíðina saman. Árið hefur ekki verið tíðindalaust hjá kennurum og skólafólki er kemur að kjarabaráttu og umræðu um faglega þætti skólastarfs. Langdregnar kjaraviðræður og verkföll settu mark sitt á síðasta vetur. Þeim átökum lauk með kjarasamningum fyrir öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands (KÍ), samningum sem við getum verið stolt af. Við getum líka verið stolt af samstöðu kennara allan þennan tíma, samstöðu sem er söguleg. Í fyrsta skipti, í 25 ára sögu Kennarasambandsins, gengu öll aðildarfélögin saman til samninga; kennarar og stjórnendur í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum. Við fundum fyrir gríðarlegum stuðningi okkar félagsfólks og dugnaðinum sem blasti við um land allt, með viðburðum, fjöldafundum, samstöðugöngum og greinaskrifum sem vöktu verðskuldaða athygli um samfélagið allt. Samtakamáttur félagsfólks KÍ skilaði sannarlega árangri en leiðangrinum er ekki lokið. Vinna við virðismatsvegferð, sem ætlað er að leiða verkefnið um jöfnun launa milli markaða áfram, er hafin. Þá verður kosið til sveitarstjórna næsta vor og við þurfum öll að tryggja að skólamálin fái þann sess sem þeim ber. Raddir kennara þurfa að heyrast. Skólinn er hjartsláttur samfélagsins og því eigum við sífellt að velta fyrir okkur hlutverki kennarans og gæðum kennslu með fagmennsku að leiðarljósi. Það er áskorun á öllum tímum að útskrifa hæfa nemendur sem geta haldið áfram að mennta sig og geta staðið á eigin fótum í samfélaginu. Verum einnig minnug þess að það er sameiginlegt verkefni samfélagsins að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Til hamingju með daginn kennarar, nemendur, skólafólk og samfélagið allt. Saman mótum við framtíðina! Höfundar eru varaformaður og formaður Kennarasambands Íslands.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun