Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar 5. október 2025 12:01 Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. október næstkomandi hefst innleiðing á nýju komu- og brottfararkerfi Schengen-svæðisins (EES). Innleiðing kerfisins mun hefjast á sama tíma í öllum Schengen-ríkjunum að Kýpur undanskildu, en gert er ráð fyrir að kerfið verði full innleitt á öllum ytri landamærum Schengen ríkjanna í mars 2026. Með á nýju landamærakerfi verður öryggi aukið verulega með samræmdri afgreiðslu og eftirliti með för fólks yfir ytri landamæri í öllum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Skráðar verða allar komur og brottfarir ríkisborgara utan Schengen-svæðisins inn á svæðið og þannig næst betri yfirsýn yfir það hverjir dvelja á svæðinu á hverjum tíma. Þá verða upplýsingar um brot gegn heimiliðum dvalartíma auk upplýsinga um frávísanir eða brottvísanir af svæðinu aðgengilegar með þægilegri hætti milli landa. Öryggi landamæranna verða þannig styrkt og skilvirkni í landamæraeftirliti eykst. Lykillinn að bættu öryggi á landamærum Með innleiðingu EES og öðrum snjall-lausnum á landamærum styrkist alþjóðlegt lögreglusamstarf í baráttunni gegn skipulagðri brotastarfsemi, mansali, vopnasmygli og hryðjuverkum. Þar gegna alþjóðlegar stofnanir lykilhlutverki: Europol sem samhæfir aðgerðir og greiningu á alþjóðlegri glæpastarfsemi. Interpol auðveldar upplýsingamiðlun og leit að grunuðum einstaklingum þvert yfir landamæri. Schengen-upplýsingakerfið veitir rauntímagögn um einstaklinga og farartæki sem tengjast öryggismálum. Prüm-samkomulagið sem gerir Evrópuríkjum kleift að bera saman lífkennagögn og DNA sín á milli í sakamálarannsóknum. Ísland tekur virkan þátt í samstarfi við erlendar löggæslustofnanir og Landamærastofnun Evrópu. Við innleiðingu nýrra landamærakerfa (komu- og brottfararkerfisins) mun þetta samstarf eflast verulega með auknum upplýsingasamskiptum og styttri boðleiðum. Áhrif á ferðafrelsi Innleiðing á EES kerfinu hefur engin áhrif á ferðir ríkisborgara Schengen-ríkjanna né þeirra sem hafa leyfi til lengri dvalar á svæðinu. Markmiðið er að tryggja örugga og skilvirka för fólks, án þess að skerða réttindi þeirra sem ferðast löglega innan svæðisins. ETIAS – Nýtt ferðaheimildarkerfi fyrir ferðamenn sem njóta vegabréfsáritanafrelsis Sem hluti af heildstæðri stefnu Evrópusambandsins um öryggi og stjórnun landamæra verður nýtt ferðaheimildarkerfi, ETIAS (European Travel Information and Authorization System), tekið í notkun haustið 2026. ETIAS er rafrænt skráningarkerfi fyrir ríkisborgara frá löndum sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun. Kerfið er sambærilegt við ESTA í Bandaríkjunum og ETA í Bretlandi sem margir þekkja og mun gilda fyrir stuttar dvalir (allt að 90 dagar innan 180 daga tímabils) í 30 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi. Helstu markmið ETIAS eru: Auka öryggi með forskoðun á ferðamönnum áður en þeir koma til Evrópu. Koma í veg fyrir ólöglega dvöl og brot á dvalarreglum og fækka frávísunum á landamærum. Stytta biðtíma við landamæri með sjálfvirkni og betri upplýsingagjöf. Greina áhættuhópa og mögulega öryggisógn áður en ferðamenn fá ferðaheimild. Öruggari landamæri til framtíðar Með innleiðingu nýrra komu- og brottfararkerfa á landamærum, samræmdu eftirliti, auknu samstarfi og miðlun upplýsinga á milli aðildarríkja Schengen landanna, er stigið stórt framfaraskref að bættu öryggi á landamærunum til framtíðar. Höfundur er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur leitt innleiðingu EES á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar