Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk skrifa 4. október 2025 09:02 Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Akureyri Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun