Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. október 2025 07:33 Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókun 35 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun