Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 4. október 2025 08:02 Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Apple Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Tæmer, rímænder, kontakts og erpleinmód. Hefur þú notað þessi orð nýlega? Því það hef ég svo sannarlega gert. Í frábærum pistli sem birtist hér á vísi fyrr í vikunni benti Friðrik Björnsson á að „Mest lesnu orð á Íslandi“ væru líklega þau sem birtast okkur daglega í snjallsímunum okkar. Friðrik leiddi því að því líkum að sú staðreynd að stýrikerfi Apple bjóði ekki upp á íslensku gæti verið töluvert sterkur áhrifavaldur á tungumálið okkar. Baráttan fyrir íslensku í Apple er ekki sú fyrsta fyrir hönd íslenskunnar í tækniheiminum. Fyrir aldamót unnu ötulir Íslendingar að því að tryggja íslenska stafi á lyklaborð svo það væri yfir höfuð hægt að skrifa íslensku í tölvur! Í kjölfarið tók við baráttan um íslenskt viðmót í Office-umhverfi Microsoft, um íslenskar þýðingarvélar og tölvuraddir og nú síðast að tryggja að gervigreind, og þá einkum stór mállíkön, skilji og svari á íslensku og geri það vel. Fyrir ríflega áratug tók fjöldi fyrirtækja og samtaka sig saman um stofnun Almannaróms – miðstöðvar máltækni. Eitt af okkar hlutverkum er einmitt þetta; að tryggja stafræna framtíð íslenskunnar með því byggja opin gagnasöfn og hugbúnað sem einfaldi erlendum tæknifyrirtækjum að innleiða íslensku og ekki síður að eiga í stöðugu samtali við hin erlendu fyrirtæki og minna á mikilvægi þess að framtíðin tali íslensku. Það er ekki bara af því að okkur er annt um varðveislu tungumálsins heldur líka af því að við viljum að Ísland njóti jafnra tækifæra og stærri lönd í yfirstandandi tæknibyltingu. Það að geta notað tækni á okkar móðurmáli er einfaldlega forsenda þess að svo megi vera. Við höfum nú þegar náð stórmerkilegum árangri á þessari vegferð. Ofarlega í huga er að íslenska var annað tungumálið sem mállíkanið Chat GPT var þjálfað á, eftir ensku. Við áttum líka eitt af fyrstu tungumálunum í þýðingarvél Google þegar hún voru kynnt. „Copilot“, gervigreindarþjónusta Microsoft, var kynnt á íslensku í sumar eftir töluverða baráttu. Síðan hafa ráðamenn Microsoft verið mjög móttækilegir fyrir samtali og endurgjöf um hvernig megi bæta íslenskuvirkni í hugbúnaði fyrirtækisins. Þetta sýnir að það er hægt að ná árangri í baráttunni við risana. En af öllum þeim tæknirisum sem við höfum leitað til hefur Apple verið tregast í taumi. Við erum í góðu samstarfi við ráðherra og ráðuneyti og leitum nú sem áður betri leiða til að koma okkar málstað á framfæri gagnvart Apple. Samhliða því leitum við svo til ykkar. Verkefnið er eftirfarandi: 1. Smellið á eftirfarandi hlekk: Endurgjöf til Apple 2. Veljið iphone (eða aðra vöru sem þið notið mikið) 3. Skráið inn nafn og heimaland og veljið „feature request“ þegar spurt er um „feedback type“ 4. Skrifið í athugasemdagluggann „We would like Apple to add Icelandic!“ Takk fyrir að leggja okkur lið! Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar