Stólarnir fastir í München Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 13:30 Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls-liðsins sem festist í München. Það er margt verra en það, að hans sögn. Vísir/Arnar Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum. Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum.
Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum