Innlent

Rauk upp úr flug­vél Jet2

Agnar Már Másson skrifar
Fátt jafnast á við útlandafrí með Jet2 en slökkviliðið var á Keflavíkurflugvelli kallað að vél félagsins.
Fátt jafnast á við útlandafrí með Jet2 en slökkviliðið var á Keflavíkurflugvelli kallað að vél félagsins. Aðsend

Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist.

Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir við Vísi að reykurinn hafi reynst minni en talið var þegar slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli mætti á vettvang. Engan hafi sakað og tjón sé minniháttar.

Í kjölfarið hafi flugvélinni verið leiðbeint inn í flugskýli og farþegum komið út.

Síðan hafi viðkomandi þjónustuaðilar á flugvellinum tekið við málinu.

Frekari upplýsingar kvaðst Guðjón ekki geta veitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×