Viðskipti innlent

Bein út­sending: Er gervigreindin al­vöru tæki­færi fyrir Ís­land?

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar mun taka þátt í pallborðsumræðum í dag.
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar mun taka þátt í pallborðsumræðum í dag. Vísir/Vilhelm

Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi í Grósku í dag, föstudag, klukkan níu. Fundurinn ber yfirskriftina Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í fréttinni.

Miklar tækniframfarir og þróun í gervigreind hafa nú þegar byrjað að hafa áhrif á daglegt líf. Á fundinum verður farið yfir hvaða tækifæri eru fólgin í þessari öru þróun fyrir Ísland með hliðsjón af aukinni framleiðni og verðmætasköpun.

Dagskrá:

Ör vöxtur í gervigreind og gagnaverum

Jón Þorbjarnarson, Associate Partner hjá McKinsey

Kaffispjall

- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar

- Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun

Gagnaver í leit að orku

Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun

Pallborðsumræður

- Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

- Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins

- Sveinbjörn Finnsson, aðstoðarmaður ríkisstjórnar Íslands

- Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice

Fundar- og umræðustjóri

Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun

Áætluð fundarlok eru kl. 10:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×