Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar 2. október 2025 13:45 Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu. Mörg áhugaverð erindi voru á dagskrá og ber þar sérstaklega að nefna erindi Markus Lingman sem fjallaði um gagnamiðaða heilbrigðisþjónustu. Lykillinn að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar liggur nefnilega að stórum hluta í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu þar sem árangur, þarfir og rétt nýting heilbrigðisþjónustu er keyrð áfram af gögnum. Miðlæg heilbrigðisgögn mikilvægt framfaraskref Í aðdraganda ráðstefnunnar gaf heilbrigðisráðuneytið út skýrslu um stafræna þróun heilbrigðiskerfisins. Skýrslan tekur saman stöðu stafrænnar þróunar, tækifærin og þröskuldana sem kerfið stendur frammi fyrir. Hún segir okkur nokkuð sem við sem störfum innan heilsutæknigeirans vitum vel. Hér eru sterkir innviðir, framúrskarandi fagfólk og mikill vilji til að nýta tæknina og heilbrigðistengda nýsköpun. Í skýrslunni kemur sömuleiðis fram að til standi að heilbrigðisgögnum skuli safnað í nýja miðlæga sjúkraskrá. Miðlæg sjúkraskrá mun tryggja að öll heilbrigðisgögn séu aðgengileg á einum stað, á miðlægu sniði, aðskilið frá ólíkum lausnum sem heilbrigðisþjónustan notar í daglegu starfi t.d. við skráningu upplýsinga og samskipti sín á milli. Sú breyting er afar þýðingarmikil fyrir heilbrigðiskerfið í heild, bæði fyrir þau sem veita þjónustuna og þau sem hana þiggja. Þetta gefur öllu vistkerfi heilsutækninnar ný tækifæri til innleiðinga og þróunar á nýsköpun. Tæknin mun tala betur saman og heilbrigðisstarfsfólk fær heildstæðari mynd af heilsufari sjúklinga. Skýrslan er stórt skref í stefnumótun hins opinbera varðandi stafræna heilsutækni og getur haft mótandi áhrif á þá aðila sem þróa hugbúnaðarlausnir innan kerfisins - ef rétt er haldið á spöðunum. Betri upplýsingar um eigin heilsu Samhliða þessu stendur til á næstu árum mikilvæg innleiðing á evrópskum reglum sem tryggja einstaklingum sjálfum aukinn aðgang að eigin heilbrigðisupplýsingum. Með þeim breytingum skapast tækifæri til að setja einstaklinginn í forgrunn. Gögnin munu geta fylgt okkur á öruggan hátt milli heilbrigðisstofnana og yfir landamæri. Þetta gefur okkur aukið sjálfstæði yfir eigin heilsu og bætir heilsulæsi landsmanna. Miðlæg sjúkragögn skipta þarna höfuðmáli og tryggja að allar okkar upplýsingar séu til staðar á stöðluðu formi sem nýtist þeim sem þurfa, hvort sem er innan heilbrigðisþjónustunnar til þess að auka yfirsýn og flæði mikilvægra upplýsinga eða hjá einstaklingnum sjálfum sem hefur þá aðgang að öllum sínum upplýsingum á einum stað. Við erum að færast í átt að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar og þróun heilsutækni og hagnýting gagna spilar þar lykilhlutverk. Sú þróun ætti að miða heilbrigðisþjónustuna meira að hverjum og einum en ekki einstaka heilbrigðisstofnunum eða spítölum. Heilsutækni framtíðarinnar verður hönnuð í kringum þarfir sjúklinga og gögnin þurfa að styðja við það. Undirbúningur miðlægrar sjúkraskrár er mikilvægt skref í þá átt. Ráðstefna ráðuneytanna sýndi skýrt að það er sameiginlegur vilji allra; heilbrigðisyfirvalda, heilsutæknifyrirtækja og þjónustuveitenda að róa í sömu átt að hagkvæmari og öruggari heilbrigðisþjónustu. Nú er tækifæri fyrir Ísland að sýna að við getum staðið fremst í gagnadrifinni heilbrigðisþjónustu eins og erlendir fyrirlesarar ráðstefnunnar tóku sérstaklega fram. Vegna smæðar, stuttra boðleika og hugvitsins sem hér býr er litla Ísland í lykilstöðu til að vera ,,test tube” fyrir heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Látum verkin tala. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun