Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. október 2025 09:02 Veitur dreifa ómissandi lífsgæðum til fólks á hverjum degi. Við berum ábyrgð á því að fólk geti hitað húsin sín, farið í heitt bað, geti kveikt ljósin, sturtað niður og fái hreint vatn úr krönunum. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að barnabörnin okkar og þeirra barnabörn muni líka búa við þessi ómissandi lífsgæði. Ört stækkandi samfélag kallar á betri nýtingu, miklar nýframkvæmdir og öflugt viðhald á dreifikerfinu. Af hverju? Jú til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu á heitu vatni, rafmagni, sjálfbærri fráveitu og heilnæmu neysluvatni. Þegar við erum tengd getum við öll notið þessara lífsgæða . Lífsnauðsynlegir innviðir til framtíðar Áreiðanlegir innviðir kalla á kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum. Undanfarin ár hefur samfélagið okkar vaxið gríðarlega og á sama tíma hefur viðhaldsþörf aukist. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða á þjónustusvæði Veitna sem kallar á stækkun flutningskerfisins og markvissa jarðhitaleit til að tryggja örugga afhendingu á heitu vatni svo dæmi sé tekið. Orkuskipti þjóðarinnar er einnig risavaxið viðfangsefni sem kallar á aukna aflgetu í rafmagni og styrkingu dreifikerfisins sem mun anna þessari miklu eftirspurn. Við vitum hvað þarf að gera. Fjárfestingaáætlun Veitna í ár er áætluð 17,5 ma kr. Fjárfestingar tímabils 2026-2030 eru áætlaðar 110,5 ma kr. Um er að ræða nauðsynlega uppbyggingu og endurnýjun sem tryggir öryggi og afhendingu til framtíðar. Fjárfestingar Veitna gera ráð fyrir að standa undir áætlunum um stækkun veitusvæðisins, endurnýjun eldri dreifi- og stofnkerfa, uppbyggingu nýrra þéttingarsvæða, jarðhitaleit til að standa undir vexti, fjárfestingum vegna orkuskipta og auknum kröfum um vatnsvernd og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum nefnilega öll að vera tengd. Í dag og til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veitur dreifa ómissandi lífsgæðum til fólks á hverjum degi. Við berum ábyrgð á því að fólk geti hitað húsin sín, farið í heitt bað, geti kveikt ljósin, sturtað niður og fái hreint vatn úr krönunum. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að barnabörnin okkar og þeirra barnabörn muni líka búa við þessi ómissandi lífsgæði. Ört stækkandi samfélag kallar á betri nýtingu, miklar nýframkvæmdir og öflugt viðhald á dreifikerfinu. Af hverju? Jú til þess að tryggja komandi kynslóðum örugga afhendingu á heitu vatni, rafmagni, sjálfbærri fráveitu og heilnæmu neysluvatni. Þegar við erum tengd getum við öll notið þessara lífsgæða . Lífsnauðsynlegir innviðir til framtíðar Áreiðanlegir innviðir kalla á kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum. Undanfarin ár hefur samfélagið okkar vaxið gríðarlega og á sama tíma hefur viðhaldsþörf aukist. Gert er ráð fyrir þúsundum nýrra íbúða á þjónustusvæði Veitna sem kallar á stækkun flutningskerfisins og markvissa jarðhitaleit til að tryggja örugga afhendingu á heitu vatni svo dæmi sé tekið. Orkuskipti þjóðarinnar er einnig risavaxið viðfangsefni sem kallar á aukna aflgetu í rafmagni og styrkingu dreifikerfisins sem mun anna þessari miklu eftirspurn. Við vitum hvað þarf að gera. Fjárfestingaáætlun Veitna í ár er áætluð 17,5 ma kr. Fjárfestingar tímabils 2026-2030 eru áætlaðar 110,5 ma kr. Um er að ræða nauðsynlega uppbyggingu og endurnýjun sem tryggir öryggi og afhendingu til framtíðar. Fjárfestingar Veitna gera ráð fyrir að standa undir áætlunum um stækkun veitusvæðisins, endurnýjun eldri dreifi- og stofnkerfa, uppbyggingu nýrra þéttingarsvæða, jarðhitaleit til að standa undir vexti, fjárfestingum vegna orkuskipta og auknum kröfum um vatnsvernd og sjálfbærni svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum nefnilega öll að vera tengd. Í dag og til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar