Fótbolti

Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Höjlund fagnar hæer öðru marka sinna fyrir Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Rasmus Höjlund fagnar hæer öðru marka sinna fyrir Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA/CIRO FUSCO

Önnur umferð Meistaradeildarinnar kláraðist í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Arsenal, Paris Saint-Germain og Qarabag unnu sína leiki í gær og eru því með fullt hús eins og Bayern München, Real Madrid og Inter Milan.

Ein af stóru hetjum gærkvöldsins var danski framherjinn Rasmus Höjlund. Höjlund fann sig ekki hjá Manchester United og var lánaður til Napoli. Höjlund skoraði bæði mörk Napoli í 2-1 sigri á Sporting í Meistaradeildinni í gærkvöldi en þau komu bæði eftir stoðsendingar frá Kevin De Bruyne.

Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Sporting

Gabriel Martinelli og Bukayo Saka skoruðu mörk Arsenal í 2-0 sigri á Olympiacos á Emirates. Mörkin komu í byrjun og lok leiks.

Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Olympiacos

Erling Haaland kom Manchester City tvisvar yfir á móti Mónakó en City varð að sætta sig við jafntefli. Jordan Teze jafnaði metin í fyrri hálfleik og Eric Dier skoraði síðan jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Klippa: Mörkin úr leik Mónakó og Manchester City

Ferran Torres kom Barcelona yfir á móti Paris Saint-Germain eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford en þeir Senny Mayulu og Goncalo Ramos tryggðu Evrópumeisturum PSG sigurinn.

Anthony Gordon skoraði úr tveimur vítaspyrnum og þeir Nick Woltemade og Harvey Barnes voru einnig á skotskónum í 4-0 sigri Newcastle á Union St.Gilloise.

Klippa: Mörkin úr leik Barcelona og PSG
Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og Union St.Gilloise
Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Juventus
Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og Athletic
Klippa: Mörkin úr leik Qarabag og FCK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×