Fótbolti

Svein­dís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er á sínu fyrsta tímabili með Angel City.
Sveindís Jane Jónsdóttir er á sínu fyrsta tímabili með Angel City. Getty/Maja Hitij

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að horfa á eftir góðum liðsfélaga í vikunni.

Sveindís missti reyndar bæði og eignaðist liðsfélaga eftir leikmannaskipti Englanna. Angel City og Portland Thorns ákváðu nefnilega að skiptast á leikmönnum. Portland Thorns fékk til sín varnarmanninn Mary Vignola en lét í staðinn miðjumanninn Hina Sugita.

@sveindisss

Hina Sugita er 28 ára japanskur miðjumaður sem hafði spilað með Portland frá því að hún kom til Bandaríkjanna frá Japan árið 2022.

Sugita er reynslumikil, hefur spilað 46 landsleiki og varð bandarískur meistari með Portland Thorns árið 2022. Hún mun eflaust bæta miðjuspil liðsins sem ætti að hjálpa Sveindísi á kantinum.

Mary Vignola er 27 ára varnarmaður sem hafði spilað með Englunum frá árinu 2022. Hún kom einmitt til Angel City frá Íslandi eftir að hafa spilað með Þrótti sumarið 2020 og með Val sumarið 2021. Hún varð Íslandsmeistari með Val.

Sveindís Jane og Vignola voru góðir liðsfélagar og íslenska landsliðkonan sendi þeirri bandarísku kveðju á samfélagsmiðlum.

„Sakna þín strax,“ skrifaði Sveindís Jane við og birti með myndir af þeim tveimur saman. Hún segist líka vera stolt af Vignola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×