Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar 2. október 2025 07:02 Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Tækni Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hver eru mest lesnu orð á Íslandi? Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. Það má því án þess að draga of stórar ályktanir halda því fram að þau orð sem ramma inn þetta stafræna umhverfi sem við eyðum meira og meira af okkar tíma innan séu mest lesnu orð á Íslandi. En þau eru ekki á íslensku... Eitraða eplið Samkvæmt tölum Gallup eru símar frá tæknirisanum Apple þeir vinsælustu á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu enda um frábæra síma að ræða sem undirritaður hefur notað frá táningsaldri. Ókosturinn er þó að stýrikerfi þessa síma er ekki í boði á móðurtungunni. Íslenskan hefur því fengið að gjalda fyrir þessar vinsældir Apple með síauknum slettum og töpuðum tækifærum fyrir tækniorðanýsköpun og áframhaldandi þróun íslenskrar tungu. Í stað þess að verður hún æ meira blendingsmál við enskuna sem tæknirisarnir ýta undir. Það er ekki hægt að kenna fólkinu um það að nota orðin sem þau lesa hvað mest. Nú gætu lesendur haldið að undirritaður sé orðinn heldur dramatískur. Áhrif þessa stýrikerfis geta ekki verið svo mikil. En áhrifin eru gífurleg. Drögum fram lítið dæmi. Hér má sjá viðmót iOS stýrikerfisins við að stilla klukkur af ýmsu tagi. Í daglegu tali hefur undirritaður ítrekað heyrt talað um að "Starta Tæmer", eða beðinn um að stilla "Alarm". Þessi orð lauma sér í orðaforða hjá Íslendingum á skiljanlegan hátt. Þetta er einfaldlega orðið sem maður sér. Sömu sögu er að segja frá öllum kimum stýrikerfisins. Maður stillir á "rímænder", maður bætir mönnum við í "kontakts", skoðar "settings", setur á "erplein mód". Dæmin hlaupa eflaust á hundruðum. Afleidd áhrif stýrikerfisins Sömu sögu og í stýrikerfinu má segja af hinum ýmsu smáforritum sem eru mikið notuð af fólki og þá sérstaklega af ungu fólki. Til dæmis er ekki hægt að stilla smáforritin Instagram, Snapchat og Facebook á íslensku (þ.e.a.s. í iOS). Þetta hefur auðvitað svipuð áhrif að fólk talar um að "pósta í storí", "kommenta" og svo mætti áfram telja. Þetta er auðvitað verkefni útaf fyrir sig. En nefna má að það að stilla stýrikerfið sitt á íslensku leyfir þeim fáu forritum sem hafa lagt eitthvað í íslenska þýðingu að skína (ég hef sérstaklega gaman af Spotify og Chess.com). Það er nefnilega hægt að setja íslensku sem sjálfvalið tungumál (e. Preferred Language). Það breytir ekki stýrikerfinu sjálfu en sendir smáforritunum þau skilaboð að breyta yfir í það tungumál ef það er í boði og sendir tæknirisanum þau skilaboð að það séu fleiri sem hafa áhuga á þessu. Ég vil því hvetja alla iPhone notendur til þess að fara í (allt á ensku auðvitað) Settings->General->Language & Region og setja íslensku þar efsta á lista. Það gerir ekki mikið en þó eitthvað. Eltum Norðurlöndin Nágrannar okkar hafa greinilega fattað þetta enda er iOS stýrikerfið í boði á sænsku, norsku bókmáli, finnsku og dönsku og munurinn er sláandi. Stýrikerfið umbreytist og öll smáforritin aðlagast að tungumálinu. Auðvitað erum við smærri þjóð en það þýðir ekki að við eigum að sætta okkur við þessa vanrækslu af hálfu tæknifyrirtækjanna. Nú er tíminn til að setja kassann út! Hvað þarf að gera? Íslensk stjórnvöld og þá sérstaklega hæstvirtur menningarmálaráðherra Logi Einarsson ættu að setja sig í beint samband við þessa tæknirisa og krefjast þess að þessi mest notuðu forrit og stýrikerfi á íslandi séu þýdd yfir á íslensku. Jafnvel bjóða fram Íslendinga til þýðingar og hjálpa þeim við þetta verkefni. Viðhald íslenskunnar er verkefni sem ber að taka alvarlega. Við skulum vinna saman að því að viðhalda því sannleiksgildi sem eftir er af orðum Einars Ben í ljóði sínu Móðir mín. Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Höfundur er Skagfirðingur og forritari
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar