„Þetta svíður mig mjög sárt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 08:01 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira