Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 13:30 Frá vinstri uppi: Mushtaq Ahmed, Mohammed Zahid og Kasir Bashir. Frá vinstri niðri: Mohammed Shahzad, Naheem Akram, Roheez Khan og Nisar Hussain. GMP Höfuðpaur hóps manna sem misnotaði tvær táningsstúlkur eins og kynlífsþræla í Englandi hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot. Aðrir menn úr tælingarhópnum fengu einnig langa fangelsisdóma. Dæmdu mennirnir, sem voru sjö talsins, misnotuðu stúlkurnar ítrekað í bænum Rochdale. Mohammed Zahid, höfuðpaurinn sem er 64 ára gamall, seldi vörur á markað í Rochdale en þar gaf hann stúlkunum, sem voru þá þrettán ára, nærföt, peninga, áfengi og mat í skiptum fyrir það að hann og vinir hans brutu reglulega á þeim frá 2001 til 2006. Kasir Bashir (50) var dæmdur fyrir nauðgun og önnur brot og dæmdur í 29 ára fangelsi. Hann er þó ekki í haldi lögreglu, heldur flúði land fyrir réttarhöldin og er ekki vitað hvar hann er staddur. Mushtaq Ahmed (67) var dæmdur í 27 ára fangelsi. Mohammed Shahzad (44) var dæmdur í 26 ára fangelsi og var Naheem Akram (48) einnig dæmdur í 26 ára fangelsi. Nisa Hussain (41) var dæmdur í nítján ára fangelsi. Roheez Khan (39) var dæmdur í tólf ára fangelsi. Sky News hefur eftir dómaranum Jonathan Seely, sem kvað upp dóma í morgun, að báðar stúlkurnar hafi verið mjög berskjaldaðar. Þær hafi komið úr erfiðum aðstæðum og hafi verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart ágengni dæmdu mannanna, og annarra sem talið er að hafi brotið á þeim. „Þeim var deilt manna á milli fyrir kynlíf, misnotaðar, niðurlægðar og svo kastað til hliðar,“ sagði Seely. Hann sagði að þeir sem hefðu haft það hlutverk að verja þessar stúlkur hefðu alfarið brugðist þeim. BBC hefur eftir annarri stúlkunni, sem er nú kona, að hundruð manna hafi brotið á henni á þessum tíma. Hún hafi ekki tölu á því hve margir þeir hafi verið. Þá sagði hún starfsmönnum barnaverndar frá einhverjum brotanna árið 2004 en ekkert var gert. Hin konan sló á svipaða strengi. Hún sagði að bæði lögreglan og barnavernd hafi vitað af því að verið væri að brjóta á henni en ekkert hafi verið gert. Hún sagðist sjálf hafa séð það árum síðar, þegar hún skoðaði skrár sínar hjá umræddum stofnunum. Lögreglan á stór-Manchestersvæðinu í Englandi segir að málið sé eitt nokkurra sem hafi verið til rannsóknar að undanförnu. Í heildina sé búið að dæm 32 menn í samtals 474 ára fangelsi vegna sambærilegra brota. England Erlend sakamál Bretland Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Dæmdu mennirnir, sem voru sjö talsins, misnotuðu stúlkurnar ítrekað í bænum Rochdale. Mohammed Zahid, höfuðpaurinn sem er 64 ára gamall, seldi vörur á markað í Rochdale en þar gaf hann stúlkunum, sem voru þá þrettán ára, nærföt, peninga, áfengi og mat í skiptum fyrir það að hann og vinir hans brutu reglulega á þeim frá 2001 til 2006. Kasir Bashir (50) var dæmdur fyrir nauðgun og önnur brot og dæmdur í 29 ára fangelsi. Hann er þó ekki í haldi lögreglu, heldur flúði land fyrir réttarhöldin og er ekki vitað hvar hann er staddur. Mushtaq Ahmed (67) var dæmdur í 27 ára fangelsi. Mohammed Shahzad (44) var dæmdur í 26 ára fangelsi og var Naheem Akram (48) einnig dæmdur í 26 ára fangelsi. Nisa Hussain (41) var dæmdur í nítján ára fangelsi. Roheez Khan (39) var dæmdur í tólf ára fangelsi. Sky News hefur eftir dómaranum Jonathan Seely, sem kvað upp dóma í morgun, að báðar stúlkurnar hafi verið mjög berskjaldaðar. Þær hafi komið úr erfiðum aðstæðum og hafi verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart ágengni dæmdu mannanna, og annarra sem talið er að hafi brotið á þeim. „Þeim var deilt manna á milli fyrir kynlíf, misnotaðar, niðurlægðar og svo kastað til hliðar,“ sagði Seely. Hann sagði að þeir sem hefðu haft það hlutverk að verja þessar stúlkur hefðu alfarið brugðist þeim. BBC hefur eftir annarri stúlkunni, sem er nú kona, að hundruð manna hafi brotið á henni á þessum tíma. Hún hafi ekki tölu á því hve margir þeir hafi verið. Þá sagði hún starfsmönnum barnaverndar frá einhverjum brotanna árið 2004 en ekkert var gert. Hin konan sló á svipaða strengi. Hún sagði að bæði lögreglan og barnavernd hafi vitað af því að verið væri að brjóta á henni en ekkert hafi verið gert. Hún sagðist sjálf hafa séð það árum síðar, þegar hún skoðaði skrár sínar hjá umræddum stofnunum. Lögreglan á stór-Manchestersvæðinu í Englandi segir að málið sé eitt nokkurra sem hafi verið til rannsóknar að undanförnu. Í heildina sé búið að dæm 32 menn í samtals 474 ára fangelsi vegna sambærilegra brota.
England Erlend sakamál Bretland Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira