Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 1. október 2025 07:00 Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun