Tottenham bjargaði stigi í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 21:40 Leikmenn Spurs fagna jöfnunarmarkinu. EPA/Lise Aserud Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð. Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31
Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31
Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15