Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2025 06:02 Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun