„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2025 11:45 Elma Dís Árnadóttir hafði starfað hjá Play í um ár. Vísir „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís. Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður hitti Elmu Dís á skrifstofum Play í morgun. Elma sagði Play hafa verið mikilvægan samkeppnisaðila á markaði. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og skemmtilegur vinnustaður. Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla.“ Þið voruð í miðri markaðsherferð og ég hef heimildir fyrir því að þið hafið verið verð búa til efni fyrir þá herferð í síðustu viku. Hér voru sem sagt hjólin á fullu, eða hvað? „Já við vissum ekki betur en að við værum fulla ferð áfram. Ég hugsa að þetta komi öllum á óvart. Það vonuðu allir – flestir að minnsta kosti sem ég hef talað við – að Play myndi ganga upp. Hún segir ennfremur að enginn hafi trúað því að þetta myndi vera endirinn. „Það eru bara allir mjög leiðir að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum náttúrulega öll búin að gera okkar besta og hann líka. Ég hugsa að við séum öll jafn sorgmædd yfir þessu að Play hafi ekki getað gengið áfram og þessi samkeppni ekki getað gengið betur,“ segir Elma Dís. Hvernig er líðanin hjá þér núna? „Ég bara veit það ekki. Ekki ennþá. En maður heldur bara áfram með lífið en mér finnst þetta bara ótrúlega leiðinlegt, aðallega Play vegna.“ Ég spurði forstjórann út í stöðuna varðandi launamál starfsfólks. Hann sagði að mjög líklega yrði ykkur greitt um næstu mánaðamót. Hafið þið fengið þær upplýsingar? „Já, mér finnst hljóðið vera þannig að við fáum greitt núna fyrir mánuðinn sem við höfum unnið.“ Hvert verður framhaldið í dag? „Ég hugsa að við förum bara mitt teymi í hádegismat saman og kveðjumst. Við erum ótrúlega góður hópur af fólki og alltaf verið mjög jákvæð og gaman hjá okkur í vinnunni. Við ætlum ekki að leyfa stemningunni að skemmast hjá okkur. Við kveðjum þetta með góðu í rauninni,“ segir Elma Dís.
Gjaldþrot Play Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Play er gjaldþrota Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37
Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. 29. september 2025 10:44
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30