Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2025 07:30 Adams hefur dregið sig úr kapphlaupinu en verður engu að síður á kjörseðlunum, þar sem það er of seint að fella nafnið hans brott. Getty/Adam Gray Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann var kjörinn borgarstjóri sem Demókrati en bauð sig fram til endurkjörs sem óháður, eftir að hafa sætt ákærum fyrir spillingu. Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“ Bandaríkin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Ákærurnar voru felldar niður eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti komst aftur til valda en Adams sagði í gær að stöðug fjölmiðlaumfjöllun um framtíð hans hefði hamlað kosningabaráttunni. Þá játaði hann að hafa glatað trausti hluta borgarbúa en sagðist engu að síður saklaus. Borgarstjórinn var meðal annars sakaður um að hafa tekið við ólöglegum fjárframlögum og þegið gjafir frá erlendum aðilum. The choice @ericadamsfornyc made today was not an easy one, but I believe he is sincere in putting the well-being of New York City ahead of personal ambition. We face destructive extremist forces that would devastate our city through incompetence or ignorance, but it is not too…— Andrew Cuomo (@andrewcuomo) September 28, 2025 Gengið verður til kosninga í nóvember en fyrir um það bil þremur vikum, þegar Adams sagðist enn hafa í hyggju að vera á kjörseðlinum, bárust frengir af því að stjórnvöld hefðu boðið honum sendiherrastöðu gegn því að draga sig úr kapphlaupinu. Trump er sagður styðja Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, gegn borgarstjóraefni Repúblikanaflokksins og kandídat Demókrataflokksins; Zohran Mamdani. Cuomo fagnaði ákvörðun Adams í gær og hrósaði honum fyrir að setja hag borgarbúa framar sínum eigin. Þá sagði ríkisstjórinn fyrrverandi að íbúar stæðu andspænis öfgaöflum sem myndu rústa borginni af annað hvort vanhæfni eða vanþekkingu. Þarna var hann án efa að vísa til Mamdani, sem hægrimenn hafa kallað öfgasósíalista. Trump and his billionaire donors might be able to determine Adams and Cuomo’s actions. But they won't decide this election.In just over 5 weeks, we'll turn the page on the politics of big money and small ideas — and deliver a government every New Yorker can be proud of. pic.twitter.com/0UENxTENCO— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) September 28, 2025 Mamdani brást við með því að segjast myndu sigra Cuomo í annað sinn, líkt og hann gerði í forkjörinu hjá Demókrataflokknum. „Andrew Cuomo: Þér varð að ósk þinni. Þú vildir fá Trump og milljarðamæringa vini þína til að hjálpa þér að hreinsa út af vellinum,“ sagði Mamdani á samfélagsmiðlum. „En ekki gleyma því að þú vildir einnig etja kappi við mig í forkosningunum. Og við unnum þig með þrettán stigum. Hlakka til að gera það aftur fjórða nóvember.“
Bandaríkin Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira