Körfubolti

Al Horford til Golden State

Siggeir Ævarsson skrifar
Al Horford lyfti titlinum með Boston 2024
Al Horford lyfti titlinum með Boston 2024 AP Photo/Morry Gash

Golden State Warriors hafa landað reynsluboltanum Al Horford en Horford var samningslaus eftir fjögur tímabil með Boston Celtics.

Skiptin hafa legið í loftinu í nánast allt sumar en Horford hefur tengst Boston miklum tilfinningaböndum síðustu ár. Horford, sem er 39 ára, vann sinn fyrsta titil með félaginu 2024 og segir borgina vera sitt annað heimili.

Hann kvaddi Boston og aðdáendur félagsins með tilfinningaþrungnum pósti á samfélagsmiðlum í gær.

Horford mun væntanlega verða byrjunarliðsmaður hjá Golden State í vetur sem þýðir að byrjunarlið þeirra verður í eldri kantinum. Horford er 39 ára, Stephen Curry 37 ára, Jimmy Butler 36 ára og Draymond Green 35 ára.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×