Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 12:20 Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum í gærkvöld. vísir/aðsend Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“ Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira
Lögreglan lokaði fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöldi og var þar með þó nokkurn viðbúnað í um tvær klukkustundir vegna samkomu Vítisengla í samkomuhúsi þeirra á svæðinu. Tvær vikur eru síðan að þrír voru handteknir í sambærilegri lögregluaðgerð á sama stað. Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var sérsveitin þeim til taks. Vítisenglar eða Hells Angels, eins og þeir eru þekktir fyrir utan landsteinanna, eru víðast hvar skilgreindir sem glæpasamtök. Vítisenglar hafa undanfarið aukið umsvif sín hér á landi og fengið heimsóknir frá meðlimum systursamtaka erlendis frá. „Brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla“ Jón Þór Karlsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni, segir í samtali við fréttastofu að aðgerðin í gær hafi verið töluvert minni í sniðum en sú fyrri. Enginn var handtekinn í gærkvöldi og ekki lagt hald á vopn eða muni. Hvert var tilefni aðgerðarinnar? „Það er þessi samkoma Hells Angels og veislan sem var í gangi. Lögreglan fylgist þarna með og hefur í gegnum árin gert það og er því engin breyting. Þessi samtök stunda skipulagða brotastarfsemi og lögreglan hefur skyldum að gegna gagnvart því og þess vegna er brugðist eðlilega við þegar þessi aðilar láta á sér kræla.“ Viðbúið eftirlit Jón segir að aðgerðir hafi farið vel og friðsamlega fram. Lokunarpóstar stóðu yfir frá hálf níu til hálf ellefu í gærkvöld. Þó nokkur fjöldi lögreglumanna var á vettvangi „Það voru höfð afskipti af fólki sem var á leiðinni í samkvæmið en enginn handtekinn.“ Urðuð þið aftur varir við svona samkomu í gegnum einhverja auglýsingu? „Ég fer nú ekki nánar út í það en það voru spurnir um það að menn ætluðu að hittast þarna og þess vegna fórum við í svona eftirlit.“ Er þetta eitthvað sem er komið til að vera hjá lögreglunni að vera alltaf með eftirlit þarna þegar að þessi hópur kemur saman? „Það er viðbúið. Það er ekki búið að gera neina framtíðaráætlun hvað það varðar. En það er viðbúið að það verði eins og hefur verið í gegnum árin.“
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Sjá meira