Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. september 2025 00:03 Höfuðstöðvar Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og höfuðstöðvar Sýnar, sem rekur meðal annars fréttastofu Sýnar, Vísis og Bylgjunnar. Vísir Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka. Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi hefur nú verið endurflutt og hefur nú öllum umsögnum verið skilað inn öðru sinni. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á styrkveitingarkerfi til einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, þannig að styrkir til stærri miðla eins og fréttastofu Sýnar og Morgunblaðsins lækka, á meðan þeir hækka til minni miðla eins og staðbundinna landsbyggðarmiðla. Íslenski ríkisfjölmiðillinn í sérflokki Í umsögn Árvakurs segir að í greinargerð frumvarpsins þar sem fjallað er um samanburð við Danmörku, Noreg og Svíþjóð, vanti mikið upp á svo að samanburðurinn sé fullnægjandi. „Eitt af því sem alveg vantar inn í þann samanburð er að íslenskir einkareknir miðlar keppa við ríkisfjölmiðilinn á auglýsingamarkaði, en það gera einkareknir miðlar í öðrum löndum ekki.“ „Í þessu sambandi er athyglisvert að í umræddri greinargerð er ekki minnst orði á Ríkisútvarpið, en starfsemi þess er þó ein helsta ástæða styrkja til einkareknu miðlanna.“ „Væri Ríkisútvarpið ekki jafn fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði og raun ber vitni væri rekstrarumhverfi innlendra miðla mun betra, ekki síst stærri miðlanna sem helst eiga í samkeppni við ríkisfyrirtækið,“ segir í umsögn Árvakurs. Danskir og norskir fjölmiðlar sleppi við virðisaukaskatt Þá segir einnig í umsögn Árvakurs að í samanburðinn við Norðurlöndin vanti einnig umfjöllun um skattaívilnanir sem teknar hafa verið upp þar, og hafa nýst vel. „Þar má sérstaklega nefna að dagblöð í Danmörku greiða engan virðisaukaskatt (d. nulmoms). Sama gildir í Noregi og greiða því útgefendur engan virðisaukaskatt vegna prentmiðla og rafrænna útgáfa þeirra.“ Stuðningskerfið taki ekki á rót vandans Í umsögn Sýnar segir að stuðningskerfið sem slíkt sé einungis viðbragð við einkennum en taki ekki á rót vandans hvað rekstrarumhverfi fjölmiðla varðar. Rótin sé sú gríðarlega samkeppnislega röskun sem stafi af fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði. „Að mati Sýnar er löngu tímabært að Alþingi grípi til raunhæfra aðgerða til að draga úr þessari samkeppnisröskun. Þótt um langa hríð hafi verið umræða um að takmarka alfarið heimildir RÚV til auglýsingasölu, er ljóst að slíkt krefst pólitísks vilja sem ekki hefur verið fyrir hendi,“ segir í umsögn Sýnar. Í fundargerð stjórnar RÚV sem birt var í dag er áætlað að RÚV hafi verið rekið með 160 milljóna króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins. Von sé á umtalsverðum hallarekstri á næsta ári og að óbreyttu þurfi að grípa til frekari ráðstafana. Blaðamannafélag Íslands leggur einnig til í umsögn sinni að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. „Lagt er til að taka RÚV af auglýsingamarkaði sem BÍ telur nauðsynlegt skref í átt til hagfelldara rekstrarumhverfis fyrir einkarekna fjölmiðla. BÍ leggur þó áherslu á að rekstur stofnunarinnar verði tryggður með auknum fjárveitingum úr ríkissjóði sem vega á móti tekjutapi.“ Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Sýn Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira