Sport

NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Maracanã er einn frægasti fótboltavöllur heims en amerískur fótboltaleikur hefur aldrei farið þar fram.
Maracanã er einn frægasti fótboltavöllur heims en amerískur fótboltaleikur hefur aldrei farið þar fram. getty

NFL deildin tilkynnti í dag að þrír leikir næstu fimm árin verða spilaðir á Maracanã, einum sögufrægasta fótboltavelli heims, sem staðsettur er í Rio de Janeiro í Brasilíu.

NFL deildin hefur einbeitt sér að alþjóðlegri útbreiðslu íþróttarinnar undanfarin ár og sett upp leiki víðsvegar um heiminn. Spilað verður í Dyflinn á Írlandi næsta sunnudag, síðan verða þrír leikir í Lundúnum og tveir leikir í nóvember munu fara fram í Berlín og Madríd.

Opnunarleikir síðustu tveggja tímabila hafa verið haldnir í Brasilíu á leikvangi í Sau Paulo, en nú ætlar NFL deildin að bæta um betur og færa sig yfir á Maracanã í Rio de Janeiro.

Maracanã var byggður fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta árið 1950 og hýsti tæplega tvö hundruð þúsund manns í einu sárasta tapi í knattspyrnusögu Brasilíu þegar Úrúgvæ vann úrslitaleikinn 2-1.

Síðan þá hefur margar góðar sögur verið skrifaðar á Maracanã, Pelé skoraði til dæmis sitt þúsundasta mark þar árið 1969, og nú bætir NFL deildin nýjum kafla við.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×