Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. september 2025 14:44 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið. „Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári. Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
„Markmið breytinganna er að bregðast við vaxandi útgjöldum hins opinbera vegna lyfjakaupa en standa jafnframt vörð um grundvallarmarkmið greiðsluþátttökukerfisins sem er að verja einstaklinga fyrir háum útgjöldum sem og einstaka hópa, þ.e. öryrkja, aldraða og börn,“ segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Í dag er greiðsluþátttökukerfið byggt á þremur afsláttarþrepum með stigvaxandi hækkun á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga eftir því sem lyfjakostnaður viðkomandi eykst. Ef viðkomandi nær ákveðinni upphæð þarf hann ekki að greiða neitt fyrir lyfin. Fyrir flesta er sú upphæð 62 þúsund krónur, en fyrir öryrkja, aldraða og yngri en 22 ára er upphæðin 41 þúsund krónur. Með breytingunni hyggst Alma Möller heilbrigðisráðherra bæta við einu þrepi svo þau verði fjögur í stað þriggja. Nýju þrepin fjögur skiptast þannig að í því fyrsta greiðir einstaklingur fyrir lyf sín að fullu og í öðru þrepi greiðir hann fjörutíu prósent af verði lyfsins. Í þriðja þrepi þarf að greiða fimmtán prósent af verði lyfsins og í fjórða 7,5 prósent. Með breytingunni er verið að bæta við þessu öðru þrepi, þar sem einstaklingur greiðir fjörutíu prósent af verði lyfsins. Samkvæmt tilkynningunni kynnu breytingarnar einungis að hafa áhrif á þá sem eru almennt með lyfjakostnað yfir fjörutíu þúsund krónum á ári. Þau þurfi að greiða 4300 krónum meira og þau í afsláttarhópnum greiða 3400 krónum meira. Hámarksupphæð þar til einstaklingur þarf ekki að greiða neitt fyrir lyfin breytist ekki. Greiðsluþátttökukerfið var innleitt árið 2013 en engar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Með þessari breytingu, sem tekur gildi 1. janúar 2026, er áætlað að útgjöld Sjúkratrygginga Íslands dragist saman um fjögur hundruð til 450 milljónir króna á ári.
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Lyf Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira