Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2025 15:01 Frá upptökum á efni fyrir TV1.is, Á myndinni eru Dr. Erla Björnsdóttir og Þorsteinn J. Gunnar Svanberg Skúlason Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. „Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
„Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent