Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2025 07:32 Deildar meiningar ku vera uppi um ágæti þess að skipa Blair sem leiðtoga yfir Gasa. Getty/Leon Neal Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. Samkvæmt tillögunni myndi Blair fara fyrir Gaza International Transitional Authority (Gita), sem yrði æðsta stjórnvaldið á Gasa í allt að fimm ár. Palestínska heimastjórnin myndi ekki eiga aðkomu að Gita til að byrja með, heldur yrði skipuð sjö til tíu manna nefnd sem yrði skipuð fulltrúa Palestínumanna, fulltrúa Arabaríkjanna, háttsettum embættismanni Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum leiðtogum. Aðsetur Gita yrði fyrst um sinn í Egyptalandi, við landamærin að Gasa, en það yrði að lokum flutt inn á svæðið með stuðningi öryggissveita frá Arabaríkjunum, undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir að íbúar Gasa verði neyddir til að flytjast á brott, eins og áður hafði verði rætt um, og þá miðar hún að því að sameina öll svæði Palestínumanna undir heimastjórninni. Samkvæmt Guardian eru ekki allir á eitt sáttir um forystu Blair en hann nýtur takmarkaðra vinsælda meðal Palestínumanna, þar sem hann þykir hafa staðið í vegi fyrir því að Palestína yrði sjálfstætt ríki. Þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Tillaga Bandaríkjamanna rímar ekki við hina svokölluðu New York-yfirlýsingu, sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Hún kveður á um bráðabirgðastjórn teknókrata, sem myndu aðeins verða við stjórnvölinn í um ár. Samkvæmt henni myndi heimastjórnin taka við völdum í kjölfar endurnýjunar, samþykkt uppfærðar stjórnarskrár og forseta- og þingkosninga. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er sagður hafa unnið að því síðustu daga að minnka bilið á milli tilaganna tveggja og ná fram málamiðlun. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum nokkurra Arabaríkja í vikunni og kynnti drög að tillögu Bandaríkjastjórnar. Guardian fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Samkvæmt tillögunni myndi Blair fara fyrir Gaza International Transitional Authority (Gita), sem yrði æðsta stjórnvaldið á Gasa í allt að fimm ár. Palestínska heimastjórnin myndi ekki eiga aðkomu að Gita til að byrja með, heldur yrði skipuð sjö til tíu manna nefnd sem yrði skipuð fulltrúa Palestínumanna, fulltrúa Arabaríkjanna, háttsettum embættismanni Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum leiðtogum. Aðsetur Gita yrði fyrst um sinn í Egyptalandi, við landamærin að Gasa, en það yrði að lokum flutt inn á svæðið með stuðningi öryggissveita frá Arabaríkjunum, undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir að íbúar Gasa verði neyddir til að flytjast á brott, eins og áður hafði verði rætt um, og þá miðar hún að því að sameina öll svæði Palestínumanna undir heimastjórninni. Samkvæmt Guardian eru ekki allir á eitt sáttir um forystu Blair en hann nýtur takmarkaðra vinsælda meðal Palestínumanna, þar sem hann þykir hafa staðið í vegi fyrir því að Palestína yrði sjálfstætt ríki. Þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003. Tillaga Bandaríkjamanna rímar ekki við hina svokölluðu New York-yfirlýsingu, sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum. Hún kveður á um bráðabirgðastjórn teknókrata, sem myndu aðeins verða við stjórnvölinn í um ár. Samkvæmt henni myndi heimastjórnin taka við völdum í kjölfar endurnýjunar, samþykkt uppfærðar stjórnarskrár og forseta- og þingkosninga. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er sagður hafa unnið að því síðustu daga að minnka bilið á milli tilaganna tveggja og ná fram málamiðlun. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði með leiðtogum nokkurra Arabaríkja í vikunni og kynnti drög að tillögu Bandaríkjastjórnar. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira