Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar 25. september 2025 16:00 Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Hilmar Harðarson Mest lesið Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar