Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar 25. september 2025 16:00 Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn sýndi Kveikur þjóðinni fram á að ástandið á mörgum snyrtistofum landsins er grafalvarlegt. Þar hefur starfsfólk, sem oft kemur frá fjarlægum löndum, greitt háar fjárhæðir fyrir að fá að starfa hér en endar í skuldafjötrum, misnotkun og neyðist jafnvel til að bjóða upp á kynlífsþjónustu til að eiga í sig og á. Fjölmargar stofur starfa án leyfa en eigendur 17 þeirra hafa nú verið kærðir, flestir fyrir brot á iðnaðarlögum. Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að standa vörð um löggildingu iðngreina – því í henni felst öflugasta neytendaverndin sem við höfum. Iðnlöggjöfina þarf hins vegar að efla enn frekar. Án skýrs ramma og raunverulegra viðurlaga, svo sem sektarákvæða, geta brot eins og þessi viðgengist refsilaust. Hinir brotlegu komast undan. Vinnumansal, misbeiting starfsfólks og gerviverktakar eru því miður orðnir hluti af daglegum veruleika á íslenskum vinnumarkaði. Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í vinnustaðaeftirliti sínu, í samstarfi við ASÍ, komist á snoðir um fjölda mála þar sem grunur leikur á brotum af þessu tagi. Oft er um að ræða fólk sem hefur stofnað til skulda í leit að betra lífi, en lendir í kerfisbundinni misnotkun sem engin leið er út úr. Gerviverktaka er annar angi af þessu ástandi, þar sem fólk missir réttindi sem kjarabarátta síðustu áratuga hefur tryggt. Þannig skapast tvískiptur vinnumarkaður: sumir búa við öryggi, veikindarétt og lífeyrissparnað, á meðan aðrir eru skildir eftir réttindalausir og berskjaldaðir. Þetta er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við íslenskt velferðarkerfi. FIT tekur virkan þátt í vinnustaðaeftirliti með Alþýðusambandi Íslands og fleiri aðilum. Samstarfið hefur sýnt að eftirlit skiptir sköpum – en það þarf að efla enn frekar. Við verðum, með stuðningi stjórnvalda, að tryggja að eigendur fyrirtækja sem brjóta á starfsfólki geti ekki komist undan með að skipta um kennitölu eða hverfa úr landi. Ábyrgðin er líka hjá almenningi, okkur sem kaupum þjónustuna. Við eigum að gera kröfu um að þeir sem veiti okkur þjónustuna hafi til þess réttindi. Opinberir aðilar eiga allra síst að versla við fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á brotum. Baráttan gegn vinnumansali, gerviverktöku og brotum á iðnlöggjöfinni er í raun barátta fyrir réttlátu samfélagi. Stjórnvöld verða að grípa í taumana, herða viðurlög og setja skýrar reglur sem tryggja að iðnlöggjöf landsins sé virt. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun