Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar 2. október 2025 08:01 Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólagreininni „Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati?“ var bent á að of mikil miðstýring gæti gert námið einsleitt, á meðan samræmdur kjarni með svigrúmi fyrir bundið og frjálst val gæti tryggt bæði jafnræði og fjölbreytni. En hvernig má útfæra slíkt í reynd? Stafbókarverkefnið – brú milli skólastiga Stafbókarverkefnið hefur verið í þróun í meira en áratug og felur í sér 13 ritrýndar bækur í félagsvísindum ásamt verkefnabanka með fjölda verkefna fyrir hverja bók. Verkefnið hefur verið tekið upp í 11 framhaldsskólum víða um land, meðal annars á starfsbrautum. Þrjár bækurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir nemendur sem eru að ná tökum á íslensku eða eiga við annars konar áskoranir í námi. Markmiðið er að tryggja sambærilegt nám og undirbúning fyrir háskólastig með efni sem er aðgengilegt, sveigjanlegt og tengt beint við námskeið í háskólum. Verkefnið byggir þannig brú milli skólastiga og nýtir reynslu kennara sem hafa kennt í framhaldsskólum í áratugi. Spurningar sem skipta máli Í ljósi hugmynda um skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi vakna áleitnar spurningar: Á að búa til miðstýrt skólakerfi þar sem allt námsefni er samræmt? Hvaða áfangar munu halda sér – og hvaða áfangar falla út? Verða áfangarnir sjálfir líka miðstýrðir? Hvernig eiga áfangar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til góðs undirbúnings fyrir háskólanám? Hverjir eiga að stýra og móta ferlið – ráðuneyti, svæðisskrifstofur eða kennarar sjálfir? Nýsköpun eða einsleitni? Stafbókarverkefnið er dæmi um hvernig hægt er að þróa námsefni sem mætir þessum kröfum. Það hefur ritrýnt gildi, er þegar í notkun í fjölda skóla og hefur sýnt að nýsköpun frá kennurum getur skapað námsefni og verkefnagerð sem nýtist fjölbreyttum hópi nemenda. En hverjir eiga að koma að því að samræma áherslur, kennsluefni og áfanga? Eiga kennarar að fá að leiða ferlið með eigin þekkingu og reynslu? Hvernig verður tekið mið af nemendum með ólíkan bakgrunn – innflytjendum, fötluðum nemendum eða þeim sem eru á starfsbrautum? Verður tryggt að fjölbreytt sjónarmið og efni fái að njóta sín, eða er hætta á að námsefnið verði einsleitt? Ef aðeins stórar útgáfur sem tengdar eru ríkinu fá vægi í ferlinu, er þá ekki verið að ýta nýsköpun og grasrótarkennurum út af borðinu? Er markmiðið að taka upp samræmt námsmat á milli skóla? Hver ber ábyrgð á að samræmt nám verði í raun hágæða og viðeigandi undirbúningur fyrir háskóla? Að lokum Ef markmiðið er að tryggja jöfn tækifæri og sambærilegt gæðanám, verður að tryggja að rödd nýsköpunar og reynslu kennara fái að heyrast – ekki aðeins þeirra sem standa útgáfum og kerfum næst. Höfundur er kennari og stofnandi bókaútgáfu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun