Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 18:08 Sigurdís segir hreyfingu af hinu góða en vert sé að kanna betur áhrif ofurhlaupa á líkamann og möguleg tengsl við ristilkrabbamein. Krabbameinslæknir segir að full ástæða sé til að fylgja eftir rannsóknum bandarískra krabbameinslækna á tengslum svokallaðra ofurhlaupa líkt og bakgarðshlaupa við ristilkrabbamein. Mikilvægt sé að muna að hreyfing dragi úr áhættu á krabbameini. Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“ Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sigurdís Haraldsdóttir ræddi rannsóknina í Reykjavík síðdegis, en rannsóknin var kynnt á stærstu krabbameinsráðstefnu í heimi í Bandaríkjunum í júní. Rannsóknin gefur til kynna að vísbendingar séu um tengsl milli ofurhlaupa og ristilkrabbameins en Sigurdís tekur fram að enn eigi eftir að birta rannsóknina, auk þess sem í hana vanti samanburðarhóp. Ekki sé hægt að fullyrða að orsakasamhengi sé á milli hlaupa og krabbameins en niðurstöðurnar séu þó sláandi. Kannað hvort ofurhlaupin valdi sepamyndun Í þættinum er Sigurdís spurð að því hvort það sé óhollt að hlaupa. Því svarar hún neitandi. Læknarnir sem framkvæmt hafi rannsóknina hafi tekið eftir því að á spítala þar sem þeir eru starfandi hafi komið upp tilfelli ultramaraþonhlaupara með ristilkraba. „Hér er verið að skoða fólk sem hefur hlaupið ultramaraþon eða fimm maraþon að minnsta kosti. Og við vitum það að þegar fólk hleypur þessi löngu maraþon þá getur orðið svona minnkað blóðflæði til garnar og jafnvel blóðþurrð í görn. Hér er verið að skoða það þá hvort það gæti jafnvel mögulega valdið sepamyndun og/eða ristilkrabbameinum.“ Þegar hlaupið sé svo langar vegalengdir þá minnki blóðstreymi til innyfla. Hundrað manns hafi verið skoðaðir í rannsókninni, allir höfðu hlaupið ultramaraþon eða fimm maraaþon eða fleiri og voru þau á aldrinum 35 til 50 ára og tekin í ristilspeglun. „Og svo var þá verið að skoða hversu margir höfðu sepa og niðurstöðurnar voru ansi sláandi því fimmtán prósent af fólki höfðu sepa sem voru annað hvort stórir eða voru með svona forstigsbreytingar ristilkrabbameins og þeir höfðu engan samanburðarhóp en bera í rauninni saman við sögulega tíðni sem hefði átt að vera nær kannski einu og hálfu prósenti.“ Sigurdís tekur fram að setja þurfi fyrirvara við niðurstöður rannsóknarinnar á þessum tímapunkti. Enginn samanburðarhópur hafi verið til staðar og ekki sé alveg ljóst hvort þarna sé orsakasamhengi á milli. Þá sé rannsóknin enn óbirt en ástæða sé til að skoða þetta betur. Hreyfing almennt af hinu góða Sigurdís minnir á að fyrir meðaljón sé mjög mikilvægt að hreyfa sig og það dragi hreinlega úr áhættu á því að fá krabbamein líkt og ristilkrabbamein. Rannsókn af sömu ráðstefnu í Bandaríkjunum hafi leitt það í ljós. Fólk með krabbamein sem hafi hreyft sig hafi lifað lengur. „Síðan varðandi aðra áhættuþætti sem geta haft áhrif, þá er að forðast áfengi og reykingar. Hreyfa sig og maður þarf að hugsa um mataræði og þá sér í lagi að borða trefjar, ávexti, grænmeti, forðast mikið kjöt og unnar kjötvörur sérstaklega,“ segir Sigurdís. Hún bætir því við að ristilkrabbi leiti í fjölskyldur. Sé fólk með fjölskyldusögu af ristilkrabbameini sé mikilvægt að fara fyrr í skimun, frá fjörutíu ára aldri. Ofurhlauparar fylgist með einkennum Full ástæða sé til að fylgja eftir rannsókninni á tengslum ofurhlaupa og krabbameins. Þörf sé á fleiri rannsóknum og stærri. „En við þurfum að hafa það í huga að nýgengni í ristilkrabbameini eru á uppleið í ungu fólki, þannig að við þetta fólk sem og annað myndi ég segja ef fólk er með einhver einkenni þá ætti það auðvitað að tala við lækni. Og hvaða einkenni? Ég meina það er eins og blóð í hægðum, blóðskortur sem er óútskýrður, hægðabreytingar eða þyngdartap, verkir í kvið, þetta eru allt einkenni sem fólk ætti að leita til læknis út af.“
Krabbamein Heilsa Hlaup Reykjavík síðdegis Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Brosi allan hringinn Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira