Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 13:15 Lögreglan kom sandpokum fyrir á seinni sprengjunni. EPA/Terje Pedersen Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23