Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 11:31 Donald og Melanía Trump í rúllustiganum „bilaða“. AP/Stefan Jeremiah Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. „Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
„Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira