Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 10:58 Umferð um Gardemoen flugvöll í Osló var lokað í um þrjár klukkustundir í fyrrinótt. EPA/Javad Parsa Það er enn óvíst hvort það hafi raunverulega verið drónar sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir flugumferð á Gardemoen-flugvelli í Osló í fyrrinótt. Gengið hefur verið út frá því í fréttum af málinu að um dróna hafi verið að ræða en nú segir lögreglustjóri í Osló að það sé óljóst hvort það voru drónar eða eitthvað annað sem var á sveimi við flugvöllinn. Í samtali við norska ríkisútvarpið NRK segir Håkon Skulstad ríkislögreglustjóri að það sé ekki einhugur um hvað það var sem sást í loftinu umrætt kvöld. „Það er enn óljóst hvað það var sem sást. Það er uppi ólíkur skilningur á því hvað það var sem vart varð við,“ segir Skulstad. Nú standi yfir rannsókn á því og öflun gagna sem flugmálastofnunin Avinor, herinn og fleiri aðilar komi að til að unnt sé að setja í samhengi og skera úr um hvað það var sem raunverulega gerðist. „En það er enn óljóst hvort það voru drónar eða ekki,“ bætir hann við. Þannig gæti verið að sögn lögreglustjórans að einhvers konar ljós eða himintungl geti hafa verið talin vera drónar. Bæði starfsfólk flugvallarins og lögregla hafi þó séð með eigin augum eitthvað á lofti sem gætu hafa verið drónar, en það sé þó ekki stafest hvort svo hafi verið. Ljósin sem sáust gætu hafa stafað af einhverju öðru. Lokað var fyrir flugumferð vegna málsins í um þrjá klukkutíma aðfaranótt þriðjudags, en fyrr sama kvöld höfðu þrír drónar sést á lofti yfir Kastrup flugvelli í Kaupannahöfn. Í danska tilfellinu liggur hins vegar ljóst fyrir að um dróna var vissulega að ræða. Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Í samtali við norska ríkisútvarpið NRK segir Håkon Skulstad ríkislögreglustjóri að það sé ekki einhugur um hvað það var sem sást í loftinu umrætt kvöld. „Það er enn óljóst hvað það var sem sást. Það er uppi ólíkur skilningur á því hvað það var sem vart varð við,“ segir Skulstad. Nú standi yfir rannsókn á því og öflun gagna sem flugmálastofnunin Avinor, herinn og fleiri aðilar komi að til að unnt sé að setja í samhengi og skera úr um hvað það var sem raunverulega gerðist. „En það er enn óljóst hvort það voru drónar eða ekki,“ bætir hann við. Þannig gæti verið að sögn lögreglustjórans að einhvers konar ljós eða himintungl geti hafa verið talin vera drónar. Bæði starfsfólk flugvallarins og lögregla hafi þó séð með eigin augum eitthvað á lofti sem gætu hafa verið drónar, en það sé þó ekki stafest hvort svo hafi verið. Ljósin sem sáust gætu hafa stafað af einhverju öðru. Lokað var fyrir flugumferð vegna málsins í um þrjá klukkutíma aðfaranótt þriðjudags, en fyrr sama kvöld höfðu þrír drónar sést á lofti yfir Kastrup flugvelli í Kaupannahöfn. Í danska tilfellinu liggur hins vegar ljóst fyrir að um dróna var vissulega að ræða.
Noregur Fréttir af flugi Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira