Holskefla í kortunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. september 2025 22:02 Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir spár um fjölgun krabbameinsgreininga kalla á viðbrögð stjórnvalda. Vísir/Sigurjón Krabbameinstilfellum á Íslandi mun fjölga um meira en helming á næstu tveimur áratugum ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið muni ráða við þennan fjölda sjúklinga og segir mikilvægt að brugðist sé við. Krabbameinsfélagið hefur birt nýjar tölur úr Krabbameinsskrá og spá sem nær til ársins 2045. Þar má sjá að spáð er 63% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2045. Árlega greinast 2.000 manns hér á landi með krabbamein en ef spár ganga eftir munu 3.500 manns greinast með krabbamein árið 2045. „Við höfum náttúrulega mestar áhyggjur af því að heilbrigðisþjónustan verði ekki tilbúin til þess að taka við þessari aukningu. Við hjá Krabbameinsfélaginu við erum búin að vara við þessum í langan tíma vegna þess að þetta er fyrirsjáanleg staða. Þarna er fyrst og fremst um það að ræða að meðalaldur þjóðarinnar er að hækka. Við erum með gríðarlega stóra árganga sem eru að eldast núna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Spár gera ráð fyrir verulegri fjölgun krabbameinstilfella hér á landi. Vísir/Sara Fjölgunin krabbameinstilfella verði hlutfallslega meiri Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í löndum Evrópusambandsins. „Okkur er auðvitað að fjölga og því auðvitað fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri mein. Þróunin er hins vegar langt umfram mannfjöldaþróunina.“ Krabbameinsfélagið stendur á fimmtudaginn fyrir málþingi þar sem ræddar verða nýjar tölur úr Krabbameinsskrár og rannsóknir.Vísir/Sigurjón Spár geri líka ráð fyrir því að af þeim sem fái krabbamein muni fleiri lifa af. „Góður fréttirnar eru svo að sama skapi að við erum að spá því að lifendum, þeim sem að verða á lífi árið 2045 en hafi fengið krabbamein, að þeim hafi fjölgað um 96%.“ Spár gera ráð fyrir að þeim sem fá krabbamein muni fleiri lifa lengur. Vísir/Sara Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við. „Töluverður hluti þessa hóps mun þurfa krabbameinsmeðferð kannski ævilangt og margir munu líka þurfa sérhæfða þjónustu vegna aukaverkana eftir annað hvort krabbameinið sjálft eða krabbameinsmeðferðir. Við höfum í raun og veru ekki stígið þau skref sem að þarf að stíga til þess að við getum auðveldlega tekið við þessari aukningu.“ Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur birt nýjar tölur úr Krabbameinsskrá og spá sem nær til ársins 2045. Þar má sjá að spáð er 63% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2045. Árlega greinast 2.000 manns hér á landi með krabbamein en ef spár ganga eftir munu 3.500 manns greinast með krabbamein árið 2045. „Við höfum náttúrulega mestar áhyggjur af því að heilbrigðisþjónustan verði ekki tilbúin til þess að taka við þessari aukningu. Við hjá Krabbameinsfélaginu við erum búin að vara við þessum í langan tíma vegna þess að þetta er fyrirsjáanleg staða. Þarna er fyrst og fremst um það að ræða að meðalaldur þjóðarinnar er að hækka. Við erum með gríðarlega stóra árganga sem eru að eldast núna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Spár gera ráð fyrir verulegri fjölgun krabbameinstilfella hér á landi. Vísir/Sara Fjölgunin krabbameinstilfella verði hlutfallslega meiri Íslandi en á hinum Norðurlöndunum og í löndum Evrópusambandsins. „Okkur er auðvitað að fjölga og því auðvitað fylgir óhjákvæmilega að það verða fleiri mein. Þróunin er hins vegar langt umfram mannfjöldaþróunina.“ Krabbameinsfélagið stendur á fimmtudaginn fyrir málþingi þar sem ræddar verða nýjar tölur úr Krabbameinsskrár og rannsóknir.Vísir/Sigurjón Spár geri líka ráð fyrir því að af þeim sem fái krabbamein muni fleiri lifa af. „Góður fréttirnar eru svo að sama skapi að við erum að spá því að lifendum, þeim sem að verða á lífi árið 2045 en hafi fengið krabbamein, að þeim hafi fjölgað um 96%.“ Spár gera ráð fyrir að þeim sem fá krabbamein muni fleiri lifa lengur. Vísir/Sara Hún segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við. „Töluverður hluti þessa hóps mun þurfa krabbameinsmeðferð kannski ævilangt og margir munu líka þurfa sérhæfða þjónustu vegna aukaverkana eftir annað hvort krabbameinið sjálft eða krabbameinsmeðferðir. Við höfum í raun og veru ekki stígið þau skref sem að þarf að stíga til þess að við getum auðveldlega tekið við þessari aukningu.“
Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira