Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar 23. september 2025 13:02 „Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Vegna minnkandi eftirspurnar í heiminum mun framleiðsla á olíu minnka um 77% til ársins 2050, frá 100 milljón tunnum árlega og niður í 23 milljón tunnur.“ Ofangreind setning er ekki af óskalista umhverfissamtaka heldur er þetta spá frá Alþjóðlegu orkustofnuninni (IEA) sem er undir OECD og byggir á gögnum víða að, m.a. frá ExxonMobil, Eni, Chevron og BP (heimild: IEA Net Zero Roadmap, 2023). „Mjólkið þennan bisness næstu örfáu ár eins og þið getið því svo er hann búinn“ sagði spásérfræðingurinn Tony Seba á frægum fundi með olíufurstum í Sádí-Arabíu fyrir nokkrum árum þegar hann setti fram keimlíka spá um þann hraða samdrátt í olíunotkun sem framundan er í heiminum. Þetta er ekki vegna þess að olían í jörðu er búin heldur vegna þess að æ færri vilja kaupa. Af hverju mun olíunotkun fara hratt minnkandi á næstu árum og áratugum? Tvennt vegur þar þyngst: Vöxtur rafbíla og vöxtur í framleiðslu og notkun á umhverfisvænu eldsneyti. Rafknúin tæki eru að taka við fyrir styttri leiðir (einkabílar, stuttar flutningsleiðir) og umhverfisvænt eldsneyti fyrir allar lengri leiðir (fiskiskipaflotinn, skipaflutningar, flug, þungavinnuvélar og önnur samgöngutæki). Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) hefur sem dæmi gefið út að eldsneyti í skipum verði að vera umhverfisvænt, að innihalda að hámarki 14g CO2-ígilda (CO2-íg.)í orkueiningu frá og með 2035. Þeir sem þráast við og ætla að nota olíu (94g CO2-íg.) munu samkvæmt reglum IMO þurfa að greiða mengunargjald fyrir hver tonn af jarðefnaeldsneyti. Hinir sem sigla munu um á umhverfisvænu eldsneyti munu fá umbun (allt að €380/tonn). Hver ætlar að leita að olíu þegar IMO er að byrja með refsigjald fyrir notkun á olíu? Við ættum því miklu frekar að horfa á umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af jarðefnaeldsneyti. Þrjú lönd í okkar heimshluta henta best til slíkrar framleiðslu: Ísland, Kanada og Noregur. Hér á landi er hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti í hæsta gæðaflokki (RFNBO), sem inniheldur aðeins 2g af CO2-íg. í orkueiningu. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn að vinna jarðefnaeldsneyti sem er á útleið eða að framleiða vöruna sem er að taka við af olíunni? Hér væri hægt að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem myndi klára orkuskipti í landinu. Raunhæfur ávinningur gæti verið samdráttur í losun um 1,5 milljón tonna fram til 2030. Ísland þyrfti þar með ekki að kaupa losunarheimildir sem væri 11-18 milljarða ábati fyrir ríkissjóð. Hugmyndin um olíuleit við Ísland er því tímaskekkja. Jarðefnaeldsneyti er á hraðri útleið. Forstjórar flugfélaga (t.d. KLM) segja að þeir verði að hraða þróun yfir í umhverfisvænt eldsneyti, ekki bara til að uppfylla reglugerðir, heldur vegna þess að viðskiptavinir spyrja reglulega um þetta og munu strax snúa sér alfarið til þeirra flugfélaga sem verða fyrst til að fljúga um á slíku eldsneyti. Einnig hafa jarðfræðingar bent á að í jarðlögum í kringum Ísland er olíuglugginn að mestu lokaður og litlar líkur að olía finnist. Ísland myndaðist á heitum reit í jarðskorpunni og við þær aðstæður varðveitast olía og gas ekki í setlögum. Viðskiptaráð hefur engu að síður hoppað á olíuvagninn og hvetur til olíuvinnslu við Ísland. Allt er reynt til að selja hugmyndina og jafnvel er farið yfir strikið í sölumennskunni þegar sagt er að olíuleitin sé umhverfisvæn. Viðskiptaráð segir: „Áhrifin á losun okkar [Íslands] væru þau að hún myndi í raun minnka af því olíuvinnsla á Drekasvæðinu væri umhverfisvænni.“. Þetta getur enganvegin staðist. Losun er mæld í ETS, ESR og LULUCF kerfum og olíuvinnsla við Ísland minnkar á engan hátt losun í þessum kerfum. Hins vegar eykst losun í þessum kerfum vegna siglinga frá Íslandi inn á Drekasvæðið en minnkar ekki. Fjórðungur af losun Noregs er vegna olíuvinnslu (heimild: energiogklima.no og SSB) og er líklegt að frændur vorir myndu brosa góðlátlega ef reynt væri að halda því fram að olíuvinnsla við Íslandsgrunn minnki losun. Losun Íslands úr ETS og ESR kerfum er 2,9 + 1,9 milljón tonna CO2-íg. skv. UOS.is eða samtals 4,8 milljón tonna CO2-íg. Notum hlutföll frá Noregi um að fjórðungur af losun geti komið til vegna olíuvinnslu: Olíuvinnsla gæti því aukið losun Íslands um 1,2 milljónir tonna CO2-íg. Hvort er það vænlegri framtíðarsýn eða sú mynd sem dregin er hér að ofan, að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem minnkar losun um 1,5 milljónir tonna CO2-íg? Munurinn fyrir Ísland á þessum tveimur sviðsmyndum væri því 2,7 milljónir tonna CO2-íg. í loftslagsbókhaldi Íslands sem myndi reiknast sem 30 milljarðar í losunarheimildir sem gætu að verulegu leyti reiknast sem tekjur í ríkissjóð. Viðskiptaráð ætti auðvitað miklu fremur að gefa skilaboð um að þar á bæ sé hugað að framtíðinni, að talað sé fyrir umhverfisvænu eldsneyti sem einni af stoðinni í íslenskum iðnaði, frekar en að hvetja til olíuleitar. „Að ganga um með steinbarn í maganum“ var lýsing Nóbelskáldsins á þeim sem halda dauðahaldi í allt það gamla að því það virkaði einhverntíman í fortíðinni. Fortíðarþrá er eitt en framtíðarblinda annað. Það fyrra útskýrir af hverju hrútspungar eru enn étnir, hið síðara útskýrir af hverju einhver telur það góða hugmynd að Ísland snúi sér að olíuvinnslu. Ísland er nefnilega í kjöraðstöðu til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti sem er að taka við af olíunni. Af hverju ekki að feta þá braut frekar? Höfundur er framkvæmdastjóri Carbon Iceland.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar