Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 12:02 Miklar væntingar hafa verið gerðar til Ousmané Dembélé í lengri tíma en hann sprakk algjörlega út á síðasta tímabili. epa/YOAN VALAT Í kvöld verður Gullboltinn, verðlaunin fyrir besta leikmann Evrópu, veittur við hátíðlega athöfn. Lið þess sem þykir líklegastur til hreppa hnossið spilar í kvöld. Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira